Unga Ísland - 01.01.1905, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.01.1905, Blaðsíða 3
-----*--*---- RITSTJÓRI: CAND. PHIL. LÁRUS SIGURJÓNSSON. 1. TBL. REYKJAYÍK 1. JANÚAR 1905. 1. ÁRG. Js/ands unga þjód. íslands unga þjóð! land þitt elska öllu framar skaltu; upp á við að göfgu marki haltu, ættjörðinni fyrir fóstrið galtu, fjör þótt kosti’ og blóð. Hún þig hefur borið sjer á brjósti, blessað þig og skýlt í lífsins gjósti, fylgt þjer, stutt þig farna æfislóð. — Finnurðu ekki fjallablæinn þýða fjörga þig og mjúkt um vanga líða, kveikja hjá jojer kjark og hetjumóð? Kemstu ei við af forsins unaðsómi innan að úr dalsins helgidómi? Hrífur þig ei brekkna’ og hlíða blómi, bjarkhríslurnar, fjólu’ og hvanna stóð? Seiðir þig ei linda og lækja niður? Laðar þig ei heiða friður, ijailavötnin hrein og himinblá — vekur þetta’ ei barnsins bljúgu þrá? Engin þjóð á móður mærri’^en þína, myndir fleiri og stærri þjer að sýna, heiðlopt tærri, gull er skærraskína, skyli tryggri’, er veðrin dynja’ á, þróttur í armi eldur í barmi, tign á hvarmi teygir hugann dufti frá. Jökulfellin helg og há, hrikasvellin orpin snjá bæði’ á æsku’ og elli fá, eyða deyfð og harmi. íslands unga þjóð! vaxa þarf að vilja’ og þreki, vaxa þarf að kend1 2 og speki, Æðrast ei þótt brotni breki3, brjótast gegnum ís og glóð, höggva sjer um hraun og klungur slóð, vilji’ hún vera þjóð. þjóð, er skapar þrótt í landi, þjóð, sem er á einu bandi, þjóð sem leggur líf og blóð landsins inní ræktarsjóð. Beri að höndum voði’ og vandi verði stendur á. Eins og helgur heillaandi háska bandar frá. íslands unga þjóð! Finnurðu ekki hjartað hrærast, hitna blóðið, móðinn stærast4, líf í alla limu færast, landið, þegar varnar þarf. Leik þú aldrei tveimur tungum. Tápið felst í stofni ungum — eins og fjörsins loft í lungum — leitar fram með straumi þungum gegnum þroska ára stríð og starh 1) bjartur, fagur. 2) tilfinning. 3) boði, brimsjór. 4) vaxa, aukait. --------------------

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.