Unga Ísland - 01.01.1905, Qupperneq 4

Unga Ísland - 01.01.1905, Qupperneq 4
2 UNQA ÍSLAND ) línga Jsland. Um leið og fyrsta tölublaðið af „UNGA ÍSLANDI" fer frá oss, skulum vjer leitast við að skýra með fám orðum stefnu ogmark- mið blaðsins. lnntak blaðsins verður bœði frœðandi og skemmtandi, og sjerstaklega miðað við aldur barnanna fram að staðfestingu, en þó jafn- framt þannig úr garði gjört, að það megi verða œskulýð landsins á öllu reki iil gamans og nytsemdar. Markmið útgefendanna cr að gefa œskulýð íslands kost á hotlu, skemmtandi ag frœð- • andi, efni við mjög litlu verði. Sökum þess œtlast þeir til að blaðið geti komist inn á hvert heímili landsins. Blaðið verður svo fjölbreyti sem unnt er. Myndirnar fagrar og smekktegar og aðallega miðaðar við islenzka náttúru og þjóðlif. Málið á blaðinu láia út- gefendurnir sjer annt um, að verði sem bezl, og stillinn við barnanna hœfi. Allir foreldrar, sem unna börnum sinum — og það munu flestir gjöra — œltu eigi siður að láta sjer umhugað um, að andlega fœðan þeirra vœri holl og nœrandi, en hin likamlega. Hver sú þjóð er dauða dœmd, sem ekki klekur upp hraustum, frjálsum og hugsandi œskulýð. Hann er sáð komandi aldar. Sje þctta sáð gott og frjóríkt, ber það þjóðfje- laginu fagra og lieillarika ávöxtu á fullorð- insárunum. Að þvi að þetta megi verða vd fjelagið „Barnavinirnir“ vinna öllu megni. Það vill láta blaðið sitt flytja sól og vor, söng og angan inn á heimili barnanna. Það villjafnt snerta tilfinningar þeirra, bœta þœr °S örfa eins og skynsamlega hugsun. Það víll vekja hjá þeim þá ást og trú á œttjörð- inni, sem elur í brjósium þeirra traust á öfl- um hennar og auði, hamingju og heill. Það vill glœða hjá þeim trú og traust á sjálf sig, þeirra andlegu og likamlegu hœfileika. í einu orði innrœta þeim allt, sem er fagurt, gott og satt, Þess vegna vona útgef, að allir góðir menn og hugsandí í landinu, ein- kum þó foreldrarnir, verði þessu fyrirtœki hlynntir, en það verða þeir bezt með því að kaupa blaðið og útbreiða. Útg. fara þess ekki duldir, að útgáfa blaðsins muni ekki i bráð veita þeim fje i fang, þvi að myndir og myndaprentun er mjög kostnaðarsöm. En mœtti þetta verða til að þroska og auðga anda og hjarta barnanna, þá er titgangiþeirra náð. Útg. biðja lesendur blaðsins velvirðingar á þvi, að blaðið getur eigi strax orðið svo fjölskrúðugi að myndum og efni, sem iil er œtlast, en siðar i vetur fœr það fjölda mynda frá útlöndum, og margt annað, sem til útgáf- unnar þarf. Hverri mynd mun fylgja athugusemd og skýringar, þegar þurfa þykir, svo að þœr komi börnunum að sem beztu haldi. Það, sem nú þykir á skorta, að því er efni blaðsins snerlir, viljum vjer bœta upp siðar, eftir föngum. Viljumvjerþvi biðja kaupendur að hafa nokkra bíðlund ogeigifella dóm um blaðið fyrr en fram í sœkir. Að svo mœltu óskar „UNGA ÍSLAND“ öllum lesendum sínum Sleðilegs nýjárs! ÚTG. Nýja árið. 'Pfamla árið var liðið og horfið í djúp M tímans, en nýársmorguninn fyrsti runninn úr hafi fagur ogblíður. Hann þokaði sjer smátt og smátt hærra og hærra upp á himinninn og varð allt af bjartari og bjartari yfirlitum og hýrri í bragði. Hann renndi glaðlega og rótt augunum yfir jörðina kalda og hrímgaða og vaggaði sjer á öldum himinblámans öruggur og einarðlega yfir lognhvítum sænum, fannbreiðunni stálhaldri og fjallatindunum hljóðum og hjelukrýndum. Hann guðaði á gluggann í höll og hreysi og leit inn til fátækra og ríkra. Hann sveif yfir

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.