Unga Ísland - 01.01.1905, Blaðsíða 9
UNOA ÍSLAND
7
rúnir2, og reita geithafurinn, því ekki
mun hann deyja ráðalaus Hann leysir
þrautina og verður maður konungs-
dótturinnar fögru og höfðingi lands
og Iýða. Þessu hafði konungurinn,
faðir hennar, lýst yfir. — Hann brá
við, skundaði heim og gleymdi skuld-
um sínum, bágindum og basli sökum
nýju sögunnar, er hann hafði heyrt.
Þegar hann kom heim, flýtti hann sjer
að segja kerlingu sinni tíðindin.
Næsta morgun kallaði hann á Hjálm-
rek og sagði honum alla söguna; fjekk
honum nesti og nýja skó og annan
farkost. Heiman - búnaðurinn var
skammur og undinn bráður bugurað
förinni.
Hann var nú brátt ferðbúinn og
hjet að senda vagn með sex hestum
fyrir eftir foreldrum sínum; hann þótt-
ist þegar vera orðinn konungur. Ljet
hann nú all-drembiléga og svalaði
skapi sínu með því að gjöra öllu mein,
er varð á vegi hans. Fuglana fældi
hann úr limi trjánna, er sátu þar og
sungu skapara sínum Iof, hver með
sínu nefi; hvert dýr, er hann komst í
færi við, hrekkti hann með einhverju.
Fyrst mætti hann maura-flokki, og
skemmti sjer við að láta hestinn troða
þá sundur undir hófunum.
Maurarnir, sem undan komust, urðu
reiðir, skriðu á hann sjálfan og hross-
ið og bitu þau. En hann marði þá
alla sundur og drap.
Síðan kom hann að tærri og fag-
urri tjörn. Syntu á henni tólf endur.
Hjálmrekur ginnti þær að bakkanum og
fjekk drepið ellefu, en sú tólfta komst
undan.
Að lokum fann hann Ijómandi fal-
legt býflugnabú. Býflugurnar Ijek
hann3 eins og maurana. Pannig var
2) mun geta ráðið fram úr þessu, sigrað
þessa þraut.
3) Fór hann með ; að leika einhvern
grátt eða illa, er að fara illa með hann.
það hans mesta gleði að kvelja og
drepa aumingja saklausu kvikindin.
Um sólarlag kom hann að fagurri
og skrautlegri höll. í henni sat kon-
ungsdóttirin í álögunum. Hliðin voru
harðlokuð. Hann barði freklega að
dyruin, en enginn gegndi. Dauða-
þögn og grafkyrrð hvíldi yfir öllu. f'ví
ákafara og harðara knúði hann hurð-
ina4, sem seinna var til dyra gengið5 6!
Loksins laukst upp gluggi og eld-
gömul kerling með náfölu andliti leit
út og spurði hann reiðulega erinda.
»Jeg er kominn tilaðleysa vandkvæði
konungsdótturinnar«, mælti Hjálm-
rekur, »ljúktu upp fyrir mjer strax.«
»FIas gerir engann flýti, drengur minn«
svaraði gamla konan. »Það er nóg-
ur tími á morgun; kom þú hingað í
fyrramálið.« Að svo mæltu lokaði hún
glugganum og hvarf honum.
Hjálmrekur kom til mótsins um
morguninn á ákveðnum tíma. Var
þar kerling fyrir og hjelt á bakka kúf-
uðum afhörfræi. F*egar minnst varði,
sveiflaði hún bakkanum og' sáði fræ-
inu út í allar áttir, tók hún síðan til
orða og mælti: »Tíndu upp öll fræ-
kornin; stundu seinna mun jeg koma
hingað og skaltu þá hafa lokið verk-
inu.« — En Hjálmreki þótti sem þetta
mundi gaman eitt og Ijet sjer eigi til
hugar koma að starfa að því. í þess
stað tók hann að ganga sjer til skemmt-
unar og þegar gamla konan kom aft-
ur, var bakkinn tómur sem fyrr.
»IIIa hefur nú tiltekizt«, mælti hún.
Síðan tók hún úrvasa sínum tólf lykla
gulli roðna0; og varp7 hverjum að öðr-
um í tjörn eina mikla, myrka og djúpa,
sem þar var, og hjet Hallartjörn.
»Kafaðu niður eftir lyklum þessum«,
mælti hún, »að stundu liðinni kem jeg
4) barði hann á dyrnar.
5) komið til dyranna.
6) gullroðinn eða gylltur.
7) kastaði,