Unga Ísland - 01.06.1908, Page 3

Unga Ísland - 01.06.1908, Page 3
UNGA ÍSLAND. 43 Gættu tunnanna. Góð melting er eitt af aðalskilyrð- um fyrir heilbrygði og góðri líðan og eitt af aðalskilyrðum fyrir góðri meltingu er að fæðan sje vel tuggin. Þess vegna skaltu bera umhyggju fyrih tönnum þínum. Unglingar missa fyrstu tennur sínar, mjólkurtennurn- ar á 7.—13. aldurs ári og vaxa þá um leið þær tennur sem maður á síðan við að búa. Þú verður að varðveita þær eins vel og auðið er, svo sem með því að bursta þœr á hverju kvöldi eftir máltíð og hafa til þess mjúkan tannbursta. Einnig er gott að láta vatn renna fram og aftúr milli tannanna eftir hverja máltíð og hreinsa þær þannig. Allskonar sæt- indi eru slæm fyrir tennurnar og verður að borða þau með varasemi. Tyggja ekki liarðan sykur og sjá um að sætindi setjist ekki að i tönnun- um. Verði tönn liol ætti þegar að láta lækni fylla liana, svo að hún skemmist ekki meira. í holartennur setjast matarleifar sem rotnaogvalda tannpínu og andfýlu. Nauðsynlegt er að tennurnar hafi nolckuð að starfa 9 og er því gott að borða kjöt, harð- fisk og hart brauð, en þeir sem lifa mest A grautum, sújium og þvílíku eiga erfitt með að halda tönnum ó- skemdum. Sundmenn. Sundíþróttin er fögur, gagnleg og skemtileg íþrótt. Hún er öllum öðr- um íþróttum betur fallin til þess að auka kjark og snarræði, stillingu og gætni, herða líkamann og hreinsa og slæla vöðvana. Þó er þetta ekki að- algagnið sem að því er að temja sjer sund. Aðalgagnið eða tilgangurinn er sá, að sá sem temur sjer sund getur bæði bjargað lífi sjálfs sín og annara með kunnáttu sinni, og að því leyti stendur sundíþróttin framar öllum öðrum íþróttum. Islendingar liafa lítið sint um í- þróttir á seinni öldum. Sund hefur því lítið verið iðkað alment. Ein- staka sundmenn liöfum vjer þó átt afbragðsgóða. Eftir að ungmennafjelögin komust á fót fór dálitið að lifna yfir íþrótt- unum, einkannlega glímum. En vet- urinn 1906—07 gerði einn fjelagsmað- ur í U. M. F. A. þá heitstrengingu að hann skyldi synda yfir Eyjafjörð þveran frá Oddeyrartanganum. Þetta varð til þess að dálítill áhugi vakn- aði fyrir sundíþróttinni. U. M. F. A. gekst fyrir því að nýlt sundstæði var bygt á Akureyri og unnu fjelags- menn að því verki í frístundum sín- um. Maðurinn, sem unnið hafði heitstrenginguna, Lárus J. Rist var fenginn sundkennari. Nemendur voru um 100, og urðu allmargir vel færir sundmenn. Nokkrir þeirra höfðu heitið því að fylgja Lárusi Rist á sundi er hann framfylgdi heitstreng- ingu sinni en þeir hættu þó við það allir að einum undanskildum. Hann varð þó ekki samferða Lárusi Rist. Hann fór á undan honum. Maður sá er Earl Hansson. Hann er fæddur 25. marz 1881 á Djúpavogi við Eerufjörð. Árið 1898 fór hann utan og dvaldi um hríð í Stafangri í Noregi við smíðanám, og lauk prófi í þeirri iðn. Frá Stafangri fór hann til Kaupmanriahafnar og var þar 1 ár við srníðar. Til Akur- eyrar fluttist hann vorið 1905 og hefur dvalið þar síðan og stundað iðn sina. Hann er ötull maður og vel hagur. Hann hafði heitið því að

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.