Unga Ísland - 01.06.1908, Page 4

Unga Ísland - 01.06.1908, Page 4
44 UNGA ÍSLAND. verða þeim samferða, er fylgdu Lár- usi Rist yfir Eyjafjörð. En hann þoldi ekki biðina og lagði af stað einn síns liðs yfir fjörðinn. Hann liljóp af Oddeyrartanganum og synti yfir ljörðinn á 33 mínútum. Og er það vel gert því að sundið er alllangt. Það mun vera urn 450 faðmar. í 3. tbl. Ú. ísl. er mynd af honum. Þa r er og mynd af Lárusi J. Rist. Hann er fæddur í Seljadal í Kjós- arsýslu 19. júní 1879 og var þar hjá foreldrum sínum þar til 1882 að móðir lians dó. Átta ára gamall íluttist hann til Akureyrar með föður sinum og hefur dvalist þar lengst af síðan. Sund lærði liann fyrst af sjálfum sér, svo, að hann gat lialdið sjer uppi fáa faðma, eu fjekk svo lilsögu lijá Leo Halldórssyni, sem um nokkur ár var sundkennari á Syðra- Laugalandi. 18 vetra fór hann í Möðruvallaskóla og tók þaðan burt- fararpróf tvítugur. Haustið 1900 fór hann til Björvinjar í Noregi og vann þann vetur að vefnaði í klæðaverk- smiðju þar. Vorið eftir hvarf liann heim aftur sökum veikinda. Tók hann þá við sundkenslu á Syðra- Laugalandi og kendi þar sund þrjú vor. Haustið 1903 fór hann lil Daii- merkur í lýðháskólann í Askov. Þar var hann tvo vetur. Þar kyntist hann fyrst leikfimi. Lagði stund á að læra svo leikfimi, að hann gæli kent hana hjer heima. Veitti Alþingi honum styrk (kr. 300.00) til þess náms. Hann lagði einnig stund á að læra og æía sund til lilítar. Þegar hann kom heim aftur til Akureyrar vóru ungmennafélögin kornin á fót. Sá hann þá að aldrei mundi betra tækifæri lil þess að vekja áhuga og eftirtekt á sundlistinni. í þeirn tilgangi gerði hann heitstrengingu þá sem fyrr er getið. Heitstrengingin hljóðar þannig: »Stíg eg á stokk og strengi þess heit að synda yfir Eyjafjörð á bilinu frá Glerárósum og inn að Leiru, innan jafnlengdar, alklæddur og í sjófötum, en áskil mjer rjett til þess að kasta klæðum á leiðinni, ella minni maður heita«. Hanu hjelt þetta heit sitt. Á mynd- inni sem Unga ísland ílutti af hon- um sjest hann alklæddur eins og hann var er liann hljóp á sund. Er hann hafði synt um stund lcastaði hann öllum klæðum nema sjóhattin- um. Með hann synti hann alla leið. Ekki ber mönnurn saman um það, live lengi hann hafi verið á leiðinni. Sumir segja að hann hafi verið 33 mínútur, aðrir 36. En það skiftir engu. Hitt skiftir meira að með þessu hafa þessir tveir menn sem hjer hefur verið getið um vakið almennan áhuga á íþróttinni og sýnt það að táp og fjör og frískir menn, finnast lijer á landi enn. T. Á. Apinn sem aldrei var liægt aö drepa. Eftir II e n r y D r u m m o n d. Rví næst narraði hann apann upp á brunninn, batt reipinu um háls honumog alt var þannig ágætlega undirbúið. Hirð- irinn bafði ávalt heyrt, að þegar menn væru hengdir, þá jrrði liálsinn að brotna af snöggri byltu, en þegar bann gat ekki komið því þannig fyrir, þá afrjeð hann að gjöra það á annan hátt. Hann lileypti í sig afarmiklum fitonsanda og rjeðst að apanum og sló hann svo knapt högg og það með svo miklum krafti, að Lúks kastaðist langt út í loftið. Þið getið máske liugsað ykkur, hvað þá henti. lleipið, sem hafði verið fúið, slitnaði! Lúks fjell niður til jarðar, en kom fyrir sig öllum fjórum fótum og stóð nú og gretti sig framaní böðul sinn og var eins og liann vildi segja honum, að hann

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.