Unga Ísland - 01.03.1910, Page 3
UNGA ÍSLAND.
19
þú vetrungur, hvar náðirðu í þennan
hvíta feld?«
»Jeg náði ekki í hann«, sagði
Iíotick, »hann óx«. Og rjett í því
hann ætlaði að velta ura hrigg þeim,
sem talað hafði, komu tveir svart-
hærðir, breiðleitir, rauðir menn fram
undan sandhól, og Kotick, sem hafði
aldrei sjeð mann áður, hóstaði og
beygði niður höfuð sitt. Yngisselirnir
skokkuðu undan nokkra faðma og
námu svo staðar og gláptu á mennina
eins og tröll á heiðríkju. Mennirnir
voru sjálfur Kerick Booterin, foringi
seladráparanna á eynni, og Patalamon
sonur hans. Þeir komu frá þorpi
einu litlu, sem lá ekki hálfa mílu frá
sel-látrunum, og eriudi þeirra var að
velja úr þá seli, sem þeir ætluðu
að reka í drápskvíarnar, (því að
selirnir eru reknir eins og sauðfje), svo
að þeim yrði breytt í selskinnstreyjur
síðarmeir.
»Hó!«, sagði Patalamon. »Líttu á!
Þarna er hvítur selur!«
Kerick Booterin fölnaði upp undir
lýsinu og sótinu, því hann var Aljúti
°g Aljútar eru ekki þriílegir menn.
Þvi næst fói’ liann að þylja bænir
s‘>iar. »Snertu ekki á honum, Pat-
alamon. Það hefir aldrei verið hvítur
selur síðan — síðan jeg fæddist. Ef
úl vill er það svipur Zaharrofs gamla.
l>ann druknaði í ofsaroki árið sem leið«.
»Jeg ætla ekki að koma nálægt
honum«, sagði Palalamon. »Hann
ei' óheillavænlegur. Heldurðu að það
sJe Zaharrof gamli genginn aptur?
Jeg skulda honum fyrir nokkur
>náxvegg«.
»Littu ekki á hann«, sagði Kerick.
»Beklu burt þennan lióp af fjögra
^etra selum. Mennirnir ættu að flá
í dag, en það er byrjun dráp-
úmans og þeir eru óvanir verkinu.
1 hundrað nægir lianda þeim. Flýttu
Þjer!«
Patalamon hringlaði í tveimur sels-
herðablöðum fyrir framan hóp af
jmgisselum, og þeir námu þegar staðar
másandi og blásandi. Þvi næst færði
hann sig nær og selirnir fóru að
liafa sig á stað, og Kerick rak þá inn
i landið, en þeir reyndu alls ekki að
komast aptur til fjelaga sinna. Selirsvo
hundruðum þúsunda skipti horfðuá þá
rekna, en þeir hjeldu áfram leikum
sinum eins og ekkert liefði í skorist.
Kotick gerðist einn til að spyrja, og
enginn af fjelögum hans gat sagt hon-
um neitt, nema það, að mennirnir
rækju ávalt burt seli á þennan liált
um 6 eða 8 vikna tíma hvert ár.
»Jeg ætla að elta«, sagði hann, og
augun ætluðu út úr honum er haun
dragnaðist áfram á eptir hópnum.
»Hvíti selurinn kemur á eptir
okkur«, æpti Patalamon. »Það er í
fyrsta skipti sem nokkur selur lieíir
lcomið á drápsvöllinn af sjálfsdáðum«.
»Þey! Líttu ekki aptur«, sagði
Kerick. »Það er svipur Zaharrofs!
jeg verð að tala við prestinn um þetta«.
Það var að eins hálf míla til blóð-
vallarins, en þeir voru klukkustund
á leiðinni sakir þess að Kerick vissi,
að færi hann of hart, mundu selirnir
hitna og skinnið síðan losna af þeiin
í stykkjum þegar þeir væru flegnir.
Þess vegna lijeldu þeir áfram mjög
hægt, fram hjá Sæljónseiði og Web-
stershúsi, uns þeir komu að salthús-
inu sem lá svo, að rjelt að eins fal
sýn fyrir selunum í fjörunni. Kotick
elti másandi og forviða. Hann hugði
að hann væri kominn á enda lieims,
en öskrið frá sel-látrunum að baki
honum var að heyra sem dynur af
eimlest í berggöngum. Því næst sett-
ist Kerick niður á mosann, dró upp
messingúr eitt mikið og ljet hópinn
kæla sig í 30 míilútur, og Kotick gat
heyrt þegar þokuvætan lak af hatt-
barði hans. Því næst komu þar 1Q