Unga Ísland - 01.03.1910, Side 5
21
UNGA ÍSLAND.
ungseyjar, sem er lítil, lág og klettótt
eyja, hjer um bil beint í norðaustur
frá Novastoslina, þar sem hamrasyll-
urnar eru alseltar mávahreiðrum og
rostungarnir hafast við einir sjer.
Hann lenti nálægt Sæforna, hinum
afarstóra rostung, sem á heima norð-
an til í Kyrrahafi og er ljótur, spik-
þrútinn, nöbbóttur, digursvíraður og
liefir langar skögultennur; liann er
mjög ófrýnilegur nema þegar liann
er í svefni, eins
og þá var, og
löfðu afturhreif-
arnir til liálfs
niður í sjóinn.
»Vaknaðu!«
sagði Kotick og
brýndi raustina,
því að mávarnir
liöfðumjög hátt.
»Ho! Ho!
Hurf! Hvað er
þetta«, sagði Sæ-
forni og laust
næsta rostung
með skögultönn-
um sínum; sá
laust þann sem
næstur var og
gekk svo koll af
kolli uns þeir
vöktu allir og
gláptu í allar
áttir nema þá sem rjett var.
»Hi! Það er jeg«, sagði Kotick,
sem hossaðist i ylgjunni og leit út
eins og lítill hvítur snigill.
»Nú, nú! Flái mig!« sagði Sæforni,
og þeir litu allir til Koticks eins ogfjelag
sifjaðra roskinna heiðursmanna mundi
líta til drenghnokka. Kotick fýsti
ekki að heyra meira um fláning í svip;
honum var nóg boðið af því sem
hann hafði sjeð af sliku; hann kallaði
því upp: »Er enginn staður til, þar
sem selir geta komið, en menn aldrei?«
»Farðu og findu hann«, sagði Sæ-
forni og lokaði augunum. »Hafðu þig
á burt. Við eigum annríkt hjer«.
Kotick slökk í lopt upp eins og
höfrungur og æpti eins hátt og hann
gat! »Skelæta! Skelætak Hann vissi
að Sæforni hafði aldrei á æfi sinni
tekið fisk, en var altaf að grafa til
skelja og róta i þangi, þó að hann
þættist vera mjög geigvænlegur ná-
ungi. Allir sjófuglarnir, ritur og kríur
og lundar og
svartbakar, sem
sjá sig aldrei úr
færi til að sína
af sjer ókurteisi,
tóku svo sem
auðvitað undir
hrópið og — eptir
því semLimmer-
shin sagði mjer
— í alt að því
fimm mínútur
liafði ekki heyrst
bj'ssuskot á
Rostungsevju.
Allir eyjarbúar
görguðuí sífellu:
»SkeIæta!
Starík(karldurg-
ur)!« en Sæforni
byltisjer og lióst-
aði og stundi.
»Viltu nú segja
fráþví?« sagði Kotick lafmóður. »Farðu
ogspurðu Sækúna« sagði Sæforni. »Ef
hún er á lífienn, mun hún geta sagt
þjer það«. »Hvernig á jeg að fara
að þekkja sækúna?« sagði Kotick
og snerist til burtferðar.
»Það er eina skepna í sjó, sem er
ófríðari en Sæforni« gargaði svart-
bakur einn og vatt sjer rjett um gran-
irnar á Sæforna, »sem er ófriðari og
kann sig ver! Staríttw1. (Frh.)
1) Líkt eftir niávagargi; sbr. orðið
kria. Fýð.
Henrik lbsen.