Unga Ísland - 01.09.1910, Síða 7

Unga Ísland - 01.09.1910, Síða 7
UNGA ÍSLAND. 71 lega, upplogna illkvitnissögu um einn vina sinna. Nú liefurhonum sjálfum verið sögð sagan aftur, og hann heldur, að hún sje — sönn. Þess vegna er þessi fjörlegi og að- laðandi ungi maður svo dæmalaust hamingjusamur, að hann gæti faðmað að sjer gjörvallan heiminn. Hinn ríkasti. Jeg hef heyrt Rauðskjöld hinn auðga lofaðan mjög fyrir það, að hann gefur nokkur þúsund af mil- jónum sínum, til uppfósturs föður- lausra harna, til lijúkrunar fátækum sjúklingum og líknar gamalmennum. Jeg er lífca sjálfur hrifinn af þessum velgjörðum og lofsyng hann fyrir. En. um leið kemur mjer í liug fá- tæk bóndalijón rússnesk, sem tóku munaðarlaust barn lil sín í hálffall- inn kofann. »Við tökum barnið að okkur«, sagði konan, »því það er skylda okkar. Raunar fer þelta með okkar siðasta eyri; við getum ekki einu sinni sallað súpuna okkar . . . « »Jæja, þá borðum við hana bara saltlausa«, sagði bóndinn. Með allri virðingu fyrir góðgjörða- semi Rauðskjölds — þessum bónda ncer liann þó ekki. Samkoma. Eitt sinn hjelt Alfaðir veislu í sínum liimnesku sölum. Öllum dygðunum var boðið, aðeins dj'gðunum, sem sje eintómu kvenfólki. Allar komu þær, smáar og stórar. Þær smáu voru viðfeldnari og vin- gjarnlegri en þær stóru, en allar voru þær glaðar í bragði og töluðu saman i eindrægni, sem ættingjum og vinum sæmir. Þá varð Alfaðir þess var, að tvær fagrar konur virtust ekki þekkjast. Hann geklc til annarar, tók í hönd henni og leiddi hana til hinnar. »Jeg leyfi mjer að samkynna ykkur«, sagði hann. »Það er Velgjörð og Þakklát- semi«. Konurnar urðu háðar forviða, því frá sköpun veraldar — og það var langt síðan — var þetta í fyrsta sinn, sem þær hittust. Beiningamaðurinn. Bláfátækur karl stöðvaði mig á göngu minni. Augu hans voru rauð, og tár stóðu í þeim. Varirnar voru bláar og með sprungum; á líkama lians var sár við sár, og á fötunum hót Við ból. Guð minn góður! Hvernig fátæktin getur farið með mann! Hann rjetti að mjer liönd sítta hnýtta og óhreina og hað mig um ölmusu með kjökrandi, auðmjúkri rödd. Jeg leitaði í vösum mínum, en fann hvorki peninga, úr eða neilt — jeg liafði alls ekkert á mjer. Gamal- mennið beið með útrjetta hendina skjálfandi. í vandræðum míniun greip jeg hendi hans og sagði: »Reiðstu mjer ekki, bróðir, en jeg hef alls ekk- ert á mjer«. Beiningamaðurinn leit á mig votum augunum; bláu varirnar hans titruðu, og hann þrýsti liendi mína, sem var orðin köld eins og hans. »Það gerir ekkert, bróðir«, stamaði hann; »þú skalt eins liafa þökk fyrir þetta — það var íika gjöf«. En er jeg gekk burtu, faust mjer einnig jeg hafa þegið gjöf af bróður mínum. Glaður í bragði! Ósköp þarf oft á tíðum lítið lil þess að beiua liugum vorum á ólíkar brautir. Jeg gekk einu sinni í djúpum hug- leiðingum eftir þjóðbrautinni. Jeg bar þungar áhyggjur í huga, og sálin skalf fyrir myrku hnghoði. Jeg leil

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.