Unga Ísland - 01.10.1910, Page 4
76
UNGA ÍSLAND.
að sjer þeirrar heilsu, og því fremur,
sem fullyrða rná, að hver einasti nng-
lingur geiur náð sama marki, sje liann
ekki þegarí dauðans greipum, og aldr-
aðir menn geta á sama hátt bætt heilsu
sína, svo að þeir verða sem ungir í
annað sinn.
En það er ekki nægilegt að vita
aðferðina. Unga ísland skorar á ykk-
ur hvern í sínu lagi, ungann og gaml-
ann, dreng og stúlku, að byrja þegar
að nota reglurnar og linna ekki fyr
en liáu marki er náð.
Þegar Midler var 8 ára náði hann
í bók, um leikfimi til heilsubóta, og
fór þegar að iðka leikfimi að ráði henn-
ar. Hann safnaði sjer svo smámsam-
an öllum upplj'singum urn þetta efni,
er fengist gátu, og liefur nú sett sam-
an eftir eigin reynslu liið fullkomn-
asta kerfi heilsuhótarleikfimi, sem nú
er þekt, og er hann og kerfi hans
lieimsfrægt orðið.
15 minútnr á dag fyrir heitsuna,\m(S
er alt og sumt. Enginn lilkostnaður
utan lítið baðker, eitt skifti fyrir öll.
Á þessum 15 mínútum á að iðka 18
æfingar og baða sig. Best er að gera
þelta að lcveldi dags um leið og geng-
ið er til relckju, en má þó vera að
morgni eða annan tíma dags, ef hent-
ugra þykir. Þó ekki á fyrsta klukku-
tímanum eftir máltíð.
Áður en æfingunum er ljTst, skal
þó taka fram önnur atriði, er heils-
una varða (Sbr. Boðorð heilsunnar í
5. ári U. ísl.).
Ét ekki meira, en þá hefir góða lyst
á og tygg fæðuna vel. Edik og sterkt
krydd er óholt, svo og áfengi, tóbak
og kaffi; sjer í lagi þó fyrir unglinga.
Graútur, bi-auð og kartöílur eykur
meir kraftana og ver betur gigt en
kjöt. Glas af hreinu vatni er liolt
að drekka er risið er úr rekkju og
þegar gengið er til hvílu, svo og mitt
á milli aðalmáltíða. [En þær ættu
ekki að vera nema tvær t. d. kl. 10
—11 og kl. 5—6].
Klœð þig i Ijereftsföt inst ogsof þú ekki
í nærfötunum, sem þú ert í á daginn,
heldur helst ber í rúmfötunum. Hafðu
livergi þröng fötin um þig og engin
tegjubönd utan um þig.
Inniliiti á vetrum ætli aldrei að vera
yfir 15° C., en má vera miklu minni
og ælti gluggi að vera opinn dag og
nótt.
Tennurnar ber að bursta á hverju
kveldi báðu megin, bæði upp og
niður og þversum, og skola munninn
úr vatni, dálítið söltu. Börn ætlu
ekki að eta brjóstsykur, hrált súkku-
laði eða sykurkökur, og ekki heldur
heitann eða kaldann mat (heldur
volgann). ^
Hárið burstist daglega og best er
að ganga berhöfðaður sem mest, svo
sól, vindur og regn geli leikið um
höfuðið. Öll tilbúin hármeðul eru
skaðleg.
Fœturna ber að rækja vel. Vera
í rúmum skóm. Best er að vera sokka-
laus í slígvjelunum og hafa í þeim
liey á vetrum, sem íleppa, en ganga
annars sem mest á ilskóm.
Atta tíma svefn er nauðsynlegur.
Litlu minni að sumrinu, en meiri að
vetrinum.
#
Suðurskautsförin sænska,
[Hjer segir Duse frá:]
Öllum störfum skiftum vjer með
oss og aíl atkvæða rjeði í öllum mál-
um, en á því þurfti mjög sjaldan að
lialda. Þótt líf vort væri tómlegt og
eyðilegt vorum vjer svo sandyndir sem
að eins getur orðið fyrir sameiginlega
ógæfa. Auðvilað heyrðist einstöku-
sinnnm styggðaryrði í snarpri rök-
ræðu, en að eins til þess að sæltast