Unga Ísland - 01.10.1910, Qupperneq 6

Unga Ísland - 01.10.1910, Qupperneq 6
78 UNGA ÍSLAND. lega byrjuðu þau með logndrífu. Loftvogin fjell þá fyrst, en þegar hún fór að síga, var ekki lengi að bíða eftir fyrsta vindþytnum, sem tilkynti að nú byrjaði dansinn. — Hinn ný- fallni snjór komst á breyfingu og þá var best, að skríða jnn i kofann á meðan hægt var að sjá nokkuð fram undan sjer. Veðurlætin voru svo mikil, að svo virtist sem allir árar reyndu að brjótast inn til vor. En steinkofinn var sterkur og ekkert ofsa- rok raskaði honum. Því lengur sem vjer lágum þarna innilokaðir, því meir langaði oss út í liina skínandi björtu sól, sem gaf oss liita og líf, og þegar vjer lokskomumst aftur út úr myrkr- inu fanst oss liimininn bjartari en vanalega, og að jökullinn, sem sólin skein á, titraði með fegurri litum en áður. Vjer teiguðum að oss bið hreina hressandi loft og frelsiskend fylti brjóst vort í þessu varðhaldi. Þegar gott var veður vorum vjer úti, en jafnvel úti var eyðilegt. Allir fugl- ar voru horfnir, að eins fáeinir skarfs- ungar, sem eigi liöfðu fylgt hinum vegna heimsku, hjeldu til kring um kofann og' börðust um liina fátæklegu bita, sem vjer köstuðum út til þeirra. Auk vor þriggja og þessara fugla, fanst ekkert líf á þessum stöðvum. Ein- staka sinnum bar norðanvindurinn hitastraum yfir flóannn, þegar storm- ur liafði brotið upp bafísinn næst ströndinni, og þá sáust litlir liópar af mörgæsum eða skörfum. Ekki voru það allar nætur, að vjer fengum að liggja í friði og ró. Hin bráðu veðurskifti gerðu oss mikinn óleik. Á nokkrum tímum gat veðrið breyst úr 20—30° frosti í þýðu og regn og það jafnvel um liáveturinn. Þá var kofi vor í hörmulegu ástandi. Vatnið rann með veggjunum og í liinni lillu forstofu var vatnið oft fet á dýpt. Kæmi þetta fyrir að degi til, jusum vjer krapið út með blikkdunk- um og reyndum að stöðva innrenslið með snjóstíflun, því það var alls eigi nein skemtileg súpa, sem vall inn á oss. Á þakið höfðum vjer lagt til stöðvunar nokkra mörgæsaskrokka, til þess að þyngja það niður, og þaðan rann blóðblandinn vökvi niður til vor, og frá öðrum en þá verri smárúm- um (sjá nr. 6 og 7 á myndinni) rann lítið vellyktandi þykk leðja, sem ætl- aði alvegað gera kofagólfið að hlandfor. Kæmi nú veðurbreytingin að nóttu til meðan vjer vorum í svefni, gátum vjer eigi haft neinn viðbúnað. Þá rann alt inn á oss og jeg sem lá á lægsla staðnum á gólfinu varð holdvolur og skilst öllum að jeg muni ekki hafa ilmað vel, þegar jeg var búinn að liggja í þeim graut. Jeg lagði nú undir mig nokkra tunnubotna, til, að verjast þessurn næturböðum; við það liarnaði rúmið og versnaði, en jeg gat þó legið þur eftir það. Hinir höfðu ekki heldur svo notaleg rúm. Vatnið hafði rutt sjer veg undir tjald- gólfið og mörgæsagólfklæðið var orð- ið að einni isköku og átu smásteinar sig upp um hana. Hitinn í kofanum var mjög mismunandi. Mestur liiti var fáar gráður yfir 0°, en oftast var nokkuð frost, mest um 20° C. Altaf vorum vjer samt við góða heilsu og gigt var óþekt hjer. 0 Hinn sjergóði. Ettir Iwan Turgenjew. Hann hafði alla hæfileika til þess að verða plága æltar sinnar. Heilbrygður og ríkur liafði hann verið frá fæðingu og það var hann alla sína æfi. Aldrei varð honum neitt á. Aldrei breytti hann ranglega. Lofaði liann einliverju, þá efndi h.ann það, Setti hann sjer eitthvert mark-

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.