Unga Ísland - 01.04.1911, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.04.1911, Blaðsíða 6
22 UNGA ÍSLAND Til gagns og gamans. Eilifðarvélin. Á öllum öldum hafa hugvitsmenn kept að því takmarki að finna upp eilífðarvél eða sí-hreyfivél, sem kallað er. Það er vél, sem sjálf framleiðir aflið, er hreyfir hana, svo eigi þurfi annað en að setja hana á stað, og gangi hún þá í sífellu upp frá því. — Engum hefir tekist það enn. Enda er það al- veg gagnstætt þeim náttúrulögmálum, sem vérþekkjum enn sem komið er, að hægt sé að finna upp þessháttar \él. Hérna á myndinni sjáið þið þó dá- litla eilífðarvél, sem »gengur« í sífellu, þótt hægt fari; en svo hefir hún líka uóg með sjálfa sig, og ekkert afl afiög- Um, svo eígi er mikið gagn að henni. Útbúnað allan sjáið þið á myndinni, enda er hann eigi margbrotinn, oggeta eflaust mörg ykkar smíðað gripinn sjálf. Aðalhlutir vélarinnar eru þessir: Tréhjól, ás með tveimur trissum og seglgarnsþræðir, sem hjólið livílir í. Undir hjóiinu er dálítið ker með vatni í, og er það fast í opnurn hring eins og myndin sýnir,—Ásinn snýstítveim örmum á »hringnum«; trissurnar eru fastar á ásnum, en hjólið skröítir laust (gatið svo vítt); en með því að festa seglgarnsspotta í göt á trissunum og strengja þá yfir hjólbrúnina kemur maður hjólinu í jafnvægi, og er þá vélin búin! Hellir maður svo vatni í kerið, svo nær upp á hjólið. Blotnar þá seglgarnið, sem neðst er, strengist og lyftir hjólinu. Raskast þájafnvægið, og veltur hjólið alt að hálfan snuning. Sé heitt inni, þornar blauti spottinn, sem nú er ofan á, fljótt, en sá neðsti blotnar og strengist á ný. Pannig gengur það koll af kolli. Vélina má einnig smíða ennþá einfaldari: láta ás- inn snúast milli tveggja stuðla eða stólpa, og smeygja svo undirskál með vatni innundir. — Gerð sú, er myndin sýnir, mun ætluð til þess að setjaupp á ofn eða eldavél; streymir þá hitinn upp á milli hringsins og kersins og þurkar þræðina jafnóðum. „©rðabelgurinn.”* I. Sfetrargestirnir minir Síðan fyrst að eg hafði hugmynd um, að fuglarnir þyrftu eitth að til að lifa á, eins og mennirnir, hef eg verið að leita eftir hvað þeim félli best, af því sem eg hefi átt kost á að bjóða þeim, og hefi eg orðið þess vör, að það er margt, sem þeir gera sér að góðu í vetrarkuldanum. Enda munu margir hafa tekið eftir því, sem hafa kastað út moðrusli, og þó það væri rusl írá hestum, er vanalega eta alt, sem þeim er geíið að undanskildu því smæðsta, sem þeir ekki ná; en það er aldrei svo smátt, að aumingja litlu fuglarnir verði ekki fegnir að tína það, og keppast þeir þá vanalega mikið við, e da *) Svo kalh eg þann hluta blaðsins, sem við öll reynum að fylla. Ritstj.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.