Unga Ísland - 01.04.1911, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.04.1911, Blaðsíða 7
UNGA ISLAND 23 mun þörfin oft mikil. Eg hef oft kent mikið í brjóst um þá, og því beðið mömmu að gefa mér eitthvað handa þeim, og hefur hún sagt, að eg mætti gefa þeim af öllum matartegundum, sem hún ætti, og hugsanlegt væri að þeir gætu notað. Hef eg því gefið þeini flestar kornmatartegundir, sem algengar eru, og munu flestar þeira hafa verið notaðar, en allra best held eg, að þeim hafi þótt »knúsuðu« hafrarnir. Því oftast varð þá bar- dagi meiri eða minni, þegar egfleygði þeim út, eftir því hvort margir eða fáir vóru viðstaddir. Þegar fönnin og frostið var mest, vóru gestirnir mínir tlestir og hafði eg þá unun af að horfa á þá, og vissu- lega hefi eg meðtekið þúsundfaldar þakkir frá þeim, þó eg hafi ekki skilið mál þeirra. Eg vildi með línum þessum vekja athygli þeirra, sem eru á líkum aldri, og eg er (sem nú er 10 ára), að það er nreiri skemtun í að gefa svöngum fugli, þó ekki sé nema moðsalli, heldur en spila, vera í snjókasti eða þvi um líkt. Mjer þætti gaman að sjá í Ú. ísl., hvort fleiri krakkar vildu ekki reyna eins og eg að líkna eftir mætti því, sem ekki hefur mál, sem við skiljum, en sömu tilfinningu og. þarf r og við. Hofstöðum í Hálsasveit -°/,í 1911 Sesselja Sigurðaidóítir. Kaupandi Unga slaiuis. Eg vildi’ eg fengi flutt þig, skógur, heini í fjajlahlíð og dalarann, svo klæða mætti’ eg mold á stöðum þeim, er ínest eg ann! > liannes Hafstein. fil kaupendanna. Gjalddagi Unga íslands er í maí eins og áður. Kaupendur eru vin- samlega beðnir að sýna góð og fljót skil. Undir pví er framtíð blaðsins að öllu leyti komin. Heitir ritstj. í endurgjaldsskyni að gera ált, sem í lians valdi stendur, til þess, að kaupendur geti verið ánægðir með blaðið í alla staði. Tvöfali tbl. átti að koma af U. í. í þessum mánuði, en það getur því mið- ur eigi orðið fyr en í maí sökum þess að pappírsbyrgðir, sem blaðið átti, reyndust talsvert minni, en áællað var. Drátíurinn

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.