Unga Ísland - 01.08.1911, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.08.1911, Blaðsíða 6
62 UNGA ISLAND Breidd flatarins er venjulega 2—2•/., stika, og Iengdin 5—15 sfikur. Fletirnir eru íhvolfir lítið eitt (gagnstætt fuglsvængjun- um), og eykurþað burðarmagnið að mun, og vélaraflins nýtur betur. Burðarflötur, sem hefir 1 stiku Iiraða á sekúndu, ber 70 grömm á liverri ferstiku. Flötur, sein er 10 ferslikur, geturþví fleytt eða borið 10 s 70 giömm — 700 grömm (1 kvint = 5 grömm). Sé flöturinn 20 ferstiKur, og hraðinn 10 stikurá sekúndu, verðurburðarmagnið 20 s 10 s 10 s 70 = 140,000 gr. eða 140 tvípund (sbr. selninguna um kvaðrat hiaðans, hraðinn //íaldaður, burðarmagnið hundraðfalt, (10 s 10). Því meir sem hraðinn er, þess minni getur burðarflöturinn verið. Því stærri sem flöturinn er, þess minni hraða þarf. „grðabelgurinn.” IX. Barnagullin hans Ara litla. Einusinni þekti eg lítinn dreng næstum eins vel og sjálfan mig. En síðan hann varð eldri, langar mig þó til að kynnast honum enn þá betur. Hann heitir Ari. Þegar eg man fyrst ettir Ara Iitla, var liann svo lítill stúfur, dálítið fattvaxinn og þrekinn nokkuð í hlutfalli við annan vöxt. Hann hafði stór, blá augu, og mikið hár Ijóst og hrokkið. Hann vandist ákaflega snemma á öll hugsanleg hlaupavik, sem sveitadrengir þekkja svo vel, en fullorðna fólkið metur aldrei, sem vert er. Ari litli þótti lengi daufur, seinn og ódjarfur, gleyminn og óaðgætinn. En færri vissu orsökina til þessara tveggja síðast nefndu einkenna drengsins. En hún var að nokkru leyti sú, að Ari litli var í óða önn að tala við sjálfan sig oft og einatt, þegar hann var að labba við kind- Minnisvarði Jóns Sigurðssonar forseta, er afhjúpa á í Reykjavík 10. sept. ur. Hann var þá að semja eitthvað, og var það ofíast í sögu formi. Oflast var það eftiistæling af íslend- ingasögum; því þær tóku föstustum tökum á huga Ara. Nú er liann víst löngu ha'ttur þessum hégóma, og hann allur gleymdur og grafinn. Ekki fékk Ari orð fyrir að vera lag- virkur og var honum oft sagt, að hann væri það ekki. Og svo varð hann það auðvitað ekki. Undir eins og Ari litli fór að geta vappað rt fyrir vallargarðinn, kyntist hann

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.