Unga Ísland - 01.08.1911, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.08.1911, Blaðsíða 7
UNGAÍSLAND 63 nálega öllum tegundum íslenskra dýra. Ekki leið á löngu, áður en hann eign- aðist þar marga hjartfólgna vini. Þeir eru nú margir komnir undir græna torfu. En Ari litli geymir myndirnar af þeim með öllum einkennum í hjarta sínu, þang- að til hann getur komist á fund þeirra sjálfra aftur. Ari Iitli var snemma veikur fyrir áhrifum. Hann á góða móður, sem hefir líka glætt alt gott hjá honum. Hann hefir aldrei náð upp á pallborðið hjá jafn- öldrum sínum. Yngstu utan að kom- andi áhrifin, sem liann varð fyrir, höfðu fallið í þann akur hjá Ara litla, að hon- um opnaðist önnur útsýn, en flestuin öðr- um drengjum. Hann bar aðeins kaldar minningar frá borði, ef hann vildi svala æskulund sinni og leika sér með jafnöldrum sínum. Ari litli átti iivergi heima, nema ein- hverstaðar nálægt dýrunum sínum. Á vorin gekk hann við lambærnar allan guðslangan daginn, úti á víðavangi. Vak- andi og söfandi lagði hann fram sína litlu krafta til þess að veita þe:m dýrum lið, sem Iítilsmáttar vóru, en hann reis öndverður gegn hinum, sem vildu troða þau undir. Ari litli tók aldrei egg frá nokkrum fugli, en hann gætti þess vand- iega, hvað mörg egg hann fann á hverju vori. Oft og ótalsinnum bjargaði Ari litli lambi, sem dottið hafði ofan í einhvern lækjarpyttinn. Og gaman var að sjá Ara, þegar hann kom arkandi með veslings litla grislinginn í fanginu nær dauða en lífi úr kulda cg rennvotan. Hvað hann var nærgætinn, þegar hann var kominn með Iambið inn í baðstotu og farinn að breiða ofan á það í einu rúminu. Og eftir dálítinn tíma fór lambið að hætta að gnísta tönnum, og styrkurinn tók að vaxa í litla kroppnum. Þá var Ari litli hverjum kongssyni sælli. Síðan hann varð stærri og þroskaðri, finst honum stundum, að líkt sé ástatt fyr- ir sér og þessu Iambi. Honuni finst stundum, að sálinni sinni verði svodauð- kalt. En þá koma endurminningarnar frá bernskuárunum og vefja hann ylhýr- um örmum og liugga hann eins og blíð móðir. Smári (18 ára). Til kaupendanna. Nú er 5-árakaupbœtirinn albúinn fyrir nokkru, og hafði eg ætlað að senda hann með þessum pósti. — Það er mjögsnot- ur »afmælisdagabók« — til að skrifa í nöfn sín og kunningja sinna. — En er eg fór að bera saman bréf og skírteini ýmisleg við afgreiðslubók bíaðs- ins, varð eg þess brátt var, að ómögu- legt er með öllu að afgreiða kaupbætir- inn eftir þeim plöggum, svo langt sem nú er liðið frá, því margt og mikið hef- ir breyst á síðustu 2—3 árum í þeim efnum. Nú verð eg því að biðja alla þá kaup- endur U. ísl., sem eiga réttmætt tilkall til 5-ára kaupbætisins, að gera mér 'aðvart um það með fyrstu ferð, og skýra frá, hvc mörg cintök þeim beri, og cins því, ef einhver 5-ára kaupandi er fluttur úr nágrenni þeirra, en heldur þó áfram að kaupa blaðið. Verður svo kaupbœtirinn afgreiddur jafnóðum, og mér berast skír- teini þessi. Sökuni óreglu þeirrar og dráttar ervarð á útkomu U. í. við eigendaskiftiu í vet- ur, hefi eg eigi haldið strangt fram nein- um ákveðnum gjalddaga hingað til, og tel eg atla þá hafa borgað blaðið skilvís- lega, er greitt kafa blaðgjöld sín fyrir 1. október. — En þá verður Iíka staðar nurnið! Eftir þann tíma verður eng- um þeim sent blaðið, er eigi hefir

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.