Unga Ísland - 01.06.1914, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.06.1914, Blaðsíða 2
42 ÚNGA ÍSLAND Jólarósirnar eftir Selmu Lagerlöf. Lausleg þýöing eftir Hallgr. Jónsson. Það voru einu sinni hjón, sem héldu sig í Dimmaskógi. Dag nokk- urn fór kerlingin til hygða. Ræning- inn maður hennar var búinn að vinna sér til óhelgis. Hann var réttdræpur, hvar sem hann sást. Hann hélt sig í skóginum og réðist á þá, sem hætlu sér um hann. En á þeim tíma var fáförult á Skáni. Gæti nú karlinn ekki klófest neina bráð í skóginum, svo vikum skifti, þá brá kerling sér niður í bygðina. Henni fylgdu fimm gríslingar. Allir voru þeir í rifnum skinnfötum. Þeir gengu á bark- skóm og báru poka á baki, sem voru stærri en ferðalallarnir sjálfir. Iíæmi kerlingin á hæ, þorði enginn að neita henni um það, sem hún heimt- aði eða hana langaði til að fá, því hún lét sér þá ekki fyrir brjósti brenna að kveikja í hjá þeim, er tóku henni illa. Ræningjamamma og grislingar hennar þóltu verri en úlfahjörð, og margan langaði til að stytta hyski því aldur, en ekki varð úr framkvæmdum, því maðurhennar átti heima í skóginum, og hann var ekki tregur tíl hefnda, þótt minna væri gert á hluta hans en drepa kerlingu hans og krakka. Ræningjamamma gekk nú bæ frá bæ og betlaði. Rliðviðrisdag einn kom hún að klaustri nokkurn. Hún hringdi útidyraklukkunni og bað um mat. Dyravörðurinn dró frá loku og rétti henni sex brauð, eitt handa sjálíri henni og eitt handa hverju barni. Börnin hlupu nú í kringum klaustrið, meðan hún nam staðar. Alt í einu kom eitt þeirra og hnipti i kerlingu, hún skildi þegar, að kró- inn hafði orðið einhvers var eða komist að einhverju, sem þau varð- aði. Krakkinn hljóp nú frá aftur, og kerling fylgdi honum. Kringum klaustrið var hár múr- veggur og ramger. Strákur kerling- ar hafði tekið eítir dyrum á veggn- um, og stóð hurðin i hálfa gátt. Þegar kerling kom þangað, gekk hún óboðin inn eins og hennar var siður. í þenna tima réði fyrir klaustrinu ábóti einn, sem Hans hét. Hann hafði mikla ánægju af blómum og kunni einkarvel til blómræktar. Innan klausturmúrsins var blóm- garður hans. Dyr þessar vissu inn í blómgarðinn, og nú var kerling komin með hyski sitt inn í garðinn. Kerling varð fyrst svo undrandi, að hún stóð kyr í sömu sporum við innganginn. Þetta var um sól- stöðuleyti, og blómgarður Hans stóð i sem mestum blóma. Rauðir, gulir, hvitir og bláir litir skiftast á, það var undraljómi og fegurð þarna inni i garðinum. Anægjubrosin léku á andliti kerlingar. Hún fór að ráfa um gangstígana millum blómbeðanna. Klausturþjónninn var að uppræta illgresi úr garðinum. Það var hans sök, að hurðin stóð í hálfa gátt. Hann þurfti að fara með illgresið út. Þegar hann kom auga á ræn- ingjamömmu með alla halarófuna sína, þá skipaði hann henni út úr garðinum. En gamla konan gekk róleg sina leið um garðinn. Hún virti fyrir sér hvitu ÚJjurnar og bergtlétturnar, sem vöfðu sig upp að múrveggnum. Hún lét sem hún hvorki heyrði né sæi þjóninn. En hann hélt að hún hefði ekki skilið sig, hann hjóst því til að leiða hana út úr garðinum. En hún leit

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.