Unga Ísland - 01.06.1914, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.06.1914, Blaðsíða 4
44 UNGA ÍSLAND IJá voru þar geisi flænii af landi óbygð, sem nú eru bygð og ræktuð. Árið 1607—1611 fór Hudson fjór- ar rannsóknarierðir. Tilgangur hans með þessum rann- sóknum, var að finna siglingaleið til Kina og Japan norður eftir fljót- um Ameriku. Hugðist hann með því geta greitl fyrir verslunarvið- skiftum við Austurlönd. Skip Hudsons. Á 3. landkönnunarferð sinni fann Hudson fljót, sem kent var við hann og kallað Hudsonsfljót. það fellur út i Hudsonsllóann. Hudson sigldi uppeftir fljótinu og nam staðar, þar sem bærinn Albong er nú. Þar sá hann marga Indiána. Seinna fór hollenskur maður sömu Ieið og Hudson, og stofnaði nýlendu þar sem New-York er, lang stærsti bærinn i Ameríku; ibúatala borgar- innar er talsvert yfir 7 miljónir. (Á slærð við Lundúnir). Veturinn 1610—1611, var Hud- son á samskonar ferð í Norður- Ameriku. Sú ferð hefir orðið hljóð- bær um heiminn, sökum þ.ess hve hörmulega hún endaði. Skipverjar frömdu uppreisn á móti Hudson og létu hann og son hans i lítinn opinn bát ásamt 8 mönnum dauðveikum, og yfirgáfu þá svo. Aldrei spurðisl neitt til þeirra siðan. Margir hafa siðan leitast við að finna veg yfir Ameríku til Asíu og margir þeirra hafa verið ágætis- menn, þótl tæplega nokkur þeirra jafnist á við Hudson. Heimskautafarinn heimsfrægi, Hró- aldur Ámundason, hefir sigll norður með Ameriku, en sú sjóleið er svo torsótt, að hún hefir tæpast nokkra þýðingu fyrir siglingar og verslun. Hudson ruddi Amerikumönnum braut til fiskimiðanna við Spitsberg- en, og stærsta skinnvöruverslun heimsins heitir enn í dag xFélags- verslun Hudsons.«

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.