Unga Ísland - 01.06.1914, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.06.1914, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLANÍ) 47 Þegar drengurinn kom heim, var faðir hans dáinn. Jón mintist þess oft með gleði, að hafa gert með góðu það síðasta, sem pabbi hans bað hann. Löngu, löngu síðar sagði Jón börnum sínum þessa sögu. Þá sögðu þau livert við annað: »Við skulum altaf gera það, sem pabbi og mamma biðja okkur. Við vitum aldrei nema það geti verið síðasta óskin.« Á helveg'i. Vorið var komið. Fuglarnir sungu í runnunum, urðinni og bleikri brekk- unni. Náttúran öll endurvaknaði; hún brosti við ylrikum geislum frá auga vorsólarinnar, lífið fékk margfaldan þrótt. Hafið var kyrt; það var nærri því stillilogn, að eins leið endrum og sinnum þýður blær yfir blett og blelt og snerti seglið á skipinu, sem morr- aði mílu frá landi. Þó gat andvarinn alls ekki bært skipið, ekki einu sinni bifað seglin. Skipstjórinn sat í klefanum sínum, og unga konan hans var hjá lionum. Þau voru nýlega gift. Þetta var fyrsta sjóferðin, sem hún fór með lionum. Nú áttu þau fyrir höndum mánað- arferð. Skipstjórinn stóð snögglega upp og hlustaði. Það heyrðist eitthvað, það var eins og lækjarseitl, hann gat ekki lieyrt livaðan hljóðið kom. Nú heyrðist honum eitthvað berjast saman. Það var engu líkara en verið væri að smíða, nú heyrðist honum það vera undir fótum sér. Hann kallaði fyrir sig skipverja einn, og bað hann að fara niður í kjöl skipsins og gæta að, hvort nokk- uð væri athugavert. Þetta var um liádegisbil. Flestir skipverjar voru í fletum sínum. Skipverjinn kom að vörmu spori. Hann var fölur í andliti og skalf eins og strá í vindi. Það er kominn leki að skipinu. Einn planki er genginn inn, og það fellur inn kolblár sjór. »Drottinn minn! og Guð minn!« sagði skipstjóri. Samstundis skipaði hann öllum skipverjum, með glymj- andi raust, að hlaupa að dælunum. Skipverjar ruddust hver um annan þveran að dælunum. Bardaginn um lífið og dauðann byrjaði. Þeir dældu af ofurkappi, en vatnið í skipinu minkaði ekki, innstreymið var svo mikið. Eina vonin var að ná landi áður en kraftarnir þrytu. Unga konan sat uppi á þilfari, hún horfði út í bláinn. Hún fann og sá að skipið sökk dýpra og dýpra. Loks stökk liún upp í ofboði við brot og bresti, sjórinn var að sprengja gólfin í farrýmunum. Skipstjóranum var órótt. En nú hvíldu öll úrræðin á honum, öll von- in, öll viðleitni. Hann misti ekki kjarldnn. Hann lét draga upp neyðarfána og skjóta nokkrum falllbyssuskotum. Hann talaði kjark í alla og sagði að hjálpin gæti lcomið á síðustu stundu, þótt ekki væri það fyrirsjá- anlegt. Svitinn bogaði af enni hans, þar sem hann stóð við eina dæluna og liamaðist i ofboði, vonlaus um nokk- ura hjálp, því skipið seig dýpra og dýpra.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.