Unga Ísland - 01.06.1914, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.06.1914, Blaðsíða 6
4(5 UNGA ÍSLAND Sagan af prestinum og Skjöldu. Fátæk kona kom til sóknarprests- ins og sagði: »Afsakið, prestur minn. Hún Skjalda mín er fárveik; viljið þér gera svo vel að koma og biðja fyrir henni?« »Að biðja fyrir kú, það get eg ekki, góða Sara min, það er mér ómögulegt.« »Hún er svo fárveik; hún stynur og étur ekkert. ó, ef hún dæi. Á hverjii eigum við að lifa i vetur, ef við fáum aldrei mjólkurdropa. Góði prestur, gerið þér það nú, komið þér og biðjið fyrir henni.« Eg get ekki gert minu heilaga embætti svo mikla vanvirðu. Mér er það ómögulegt.« »Ó, gerið þér það,« sagði vesal- ingurinn og fór að gráta. Presturinn var góðhjarlaður og gat ekki séð nokkurn gráta. Hann lofaði að koma heim að kotinu og lita á kúna og gera það sem hann gæti. Prestur heimsótti nú sjúklinginn; lá hann i básnum og stundi. Konán horfði með eftirvæntingu á prestinn og beið eftir bæninni. f*á hóf prestur upp hönd sina benti með vísifingri á kúna og sagði hálíðlega: »Ó kýr, ef þú lifir, þá lif þú. Ó kýr, ef þú deyr, þá dey þú.« Svo undarlegn brá við, að um kvöldið var kúnni farið að batna. Daginn eftir var lnin orðin hraust og gat etið. Nokkrum mánuðum síðar bar svo við, að presturinn veiktist. Hann liafði svo mikla hálsbólgu, að hann gat engu rent niður og naumast dregið andann. Sara kom daglega heim á prest- setrið. Hún vildi endilega' fá að sjá sjúklinginn en fékk það ekki. Hún sótti það nú svo fast, að henni var loks leyft að koma að- eins inn og sjá hann; en hvorki málti hún tala við hann, né búast við að hann segði nokkuð, því hann gæti engu orði upp komið. Sara var nú leidd að herbergi sjúklingsins og opnað fyrir henni. Þar lá prestur stynjandi og að- fram kominn. Sara hóf upp höndina henti á prestinn með visifingrinum og sagði: »Ó prestur, ef þú lifir, þá lif þú. Ó prestur, ef þú devr, þá þey þú.« Þetta hafði þau áhrif á sjúkling- inn, að bann rak upp skellihlátur. Hálsmeinið sprakk, og hann fékk heilsu sína aftur. Síðasta bónin. Jón litli vann allan daginn úti á engi. Hann hlakkaði til kvöldsins, að mega koma heim til pabba og mömmú, borða og hvila sig. Flann keplist við vinnuna, og því var hvíldin honum Ijúf. Eitt kvöld, er hann gekk af engi, mætti hann pabba sinum. Hann rétti honum sendibréf og sagði: »Viltu fara með þetta á pósthúsið fyrir mig?« Það dofnaði yfir Jóni, hann var að hugsa um að hafa á móti þvi. Loks sigraði göfuglyndið. Hann tók við bréfinu og sagði: »Það er vel- komið, pabbi minn.« »Þú ert góður drengur. Guð blessi þig,« sagði faðir hans. »Eg ætlaði að fara með það sjálfur, en treysti mér varla til þess. Eg tek nærri mér að biðja þig þess, eg veit að þú ert svo lúinn.«

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.