Unga Ísland - 01.01.1916, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.01.1916, Blaðsíða 4
2 UNGA ÍSLAND Hjörtur Snorrason. Hjörtur Snorrason er fæddur 28. sept. 1859 í Magnúsarskógum í Dala- sýslu. Ólst liann upp hjá foreldrum sín- um. Hann gekk á búnaðarskólann i Ólafsdal og lauk þar námi og varð svo kennari við skólann. Naut hann virðingar og trausts bændaöldungsins Torfa og kvæntist siðar dóttur hans. Árið 1894 varð Hjörtur skólastjóri á búnaðarskólanum á Hvanneyri. Var sá skóli þá ekki annað en nafnið. Öll peningshús voru þar hverl öðru lirörlegra, lúnið því nær alt karga- þýft, peningur lítill og nær engin bús- áhöld. íbúðarhús var þar að vísu nýlt, en lítt vandað að smíði. Þegar búnaðarskólanum á Hvann- eyri var breytt í bændaskóla, árið 1907, lét Hjörtur af skólastjórn. Hafði Hvanneyrin þá all annað útlit en þegar Hjörtur kom þangað. Túnið var að kalla alt slétt orðið og girt. Þrjár járnvarðar limburhlöður höfðu verið reistar, sem tóku 3—4 þúsund hesta af heyi, járnvarin timburfjár- hús yfir h. u. b. 400 sauðfjár, fjós, er rúmaði 60—70 nautgripi, nýtt og vandað ibúðarhús og ný kirkja. Þetta vor (1907) keypti Hjörtur Ytri-Skeljabrekku og reisti þar bú. Einn vetur hafði hann á liendi kenslu á Hvanneyri. Síðastliðið vor flutti Hjörtur frá Skeljabrekku að Arnarholti. Þá jörð keypti hann af fyrv. sýslumanni Sig- urði Þórðarsyni. Þau ár, sem Hjört- ur dvaldi í Borgarfjarðarsýslu, hafði hann jafnan ýmsum trúnaðarstörfum að gegna. Hann var bæði lirepp- stjóri og oddviti í sinni sveit, þar til liann fór, og réði mestu um meðferð sveitarmála, og hafa margir sveit- ungar hans sagt þeim er þetta rilar, að best hefði þeim málum verið ráðið, sem hann réði, enda voru þá öll sveitarmál í hinni einstökustu reglu. Sýslunefndarmaður var hann fyrir sína sveit, og á búnaðarþingi heíir liann ált sæti um mörg ár. Og þegar Borgfirðingar bj'gðu sláturhús í Borg- arnesi, varð Hjörlur forstöðumaður þess. Árið 1914 var Hjörtur kosinn al- þingismaður fyrir Borgarfjarðarsj'slu. Hefir hann ált sæti á þingi tvö síð- ustu þingin. Hjörtur er mesti slarfsmaður. Hann er ávalt sívinnandi, og fáir mundu hafa leyst það af hendi, sem liann hefir gjört. Þegar Hjörtur hafði lokið námi í Ólafsdal, starfaði hann að jarðabót- um hjá bændum í Dalasj'slu. Eill sinn vann hann hjá hreppstjóranum Ivristjáni Tómassyni á Þorbergsstöð-' um í Laxárdal, mesta myndarbónda. Þegar Hjörlur hafði unnið þar til- skilinn tíma, hjóst liann til ferðar. Lél Kristján þá sækja ungan fola, sem hann átli, nærri taminn, besta hestefni. Þegar komið var með fol- ann, lagði Kristján hnakk Hjartar á hann og teymdi hann til Hjartar og mælti: >)Þú ált að eiga þennan fola fyrir það sem drengirnir rnínir hafa séð til þín þessa daga, sem þú hefir dvalið liérna«. Þella var fyrsti hesl- urinn, sem Hjörtur eignaðist, og munu fáir hafa eignast fyrsta reiðskjótann sinn á þennan hátt. Má af þessu ráða, hvernig handtök Hjartar hafa -9i uai.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.