Unga Ísland - 01.04.1916, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.04.1916, Blaðsíða 4
28 UNGA ÍSLAND Svo var það einn dag, minnis- stæðasta dag mannkynsins. Þann morgun sat rauðbrystingurinn fyrir utan borgarmúra Jerúsalemborgar. Hann átti þar fareiður í þyrnirunna, og var að syngja fyrir litlu ungana sína. Rauðbrystingurinn var að fræða litlu ungana sina um sköp- unardaginn, þegar öllu var gefið nafn, um alt það er kom fyrir fyrsta rauðbrystinginn, er hlustaði á Guðs orð, og alt er komið hafði fyrir þá siðan. »Takið þið nú eftir«, mælti hann hryggur, »svo mörg ár eru liðin, svo margar rósir eru útsprungnar, svo margir ungar hafa komið úreggjun- um að enginn getur talið það alt, en rauðbrystingurinn er enn þá lílill grár fugl. Honum hefir ekki auðn- ast það enn, að afla scr rauðra bringufjaðra«. Litlu ungarnir glentu upp ginin, og spurðu hvort forfeður þeirra hefðu ekki reynt að vinna eitthvert þrekvirki svo þeir fengju rauðar fjaðrir að launum. »Við höfum allir gert það sem viðgátum«, mælti fugl- inn, »en okkur hefir ekki lánast það enn þá. Fyrsti rauðbrystingurinn mætti einu sinni litlum fugli, sem líktist honum svo ósköp mikið. — Honum þótti svo vænt um hann að sliks eru fá dæmi. Þá hugsaði hann: ,Nú sldl eg að Guð vill að eg elski svo heitt, að bringufjaðrir mínar skifti lit og verði rauðar af kærleikn- um sem brennur í hjarta mér‘. En honum brugðust vonir sínar, eins og öllum rauðbrystingum hafa brugðist þær siðan, og munu æfmlega bregð- ast þær«. Litlu ungarnir urðu hryggir, þeg- ar þeir heyrðu þetta og hjúfruðu sig niður í hreiðrið. Þeim sárnaði að rauðu fjaðrirnar skyldu ekki skreyta bringu þeirra. »Við höfum lika reynt að syngja«, mælti fuglinn. »Fyrsti rauðbrysting- urinn söng svo mikið að brjóst hans titraði, og vonir hans vöknuðu á ný. ,Ó! hugsaði hann, það er unaðssöng- ur sálar minnar, sem á að rauðlita bringu minaM En honum brugðust vonir sínar, og siðan hefir öllum rauðbrystingum brugðisl þær, og munu æfinlega bregðast þær«. Aftur heyrðist sorgarkvak frá litlu ungunum. »Við höfum einnig reynt á þrek okkar og hugrekki«, mætli fuglinn. »Fyrsti rauðbrystingurinn barðist djarflega við aðra fugla, og brjóst hans svall af vígmóði. ,ÆM hugsaði hann, ,bringa mín á að rauðlitast af vigmóðnum sem brennur mér í hjarta*. En honum brugðust vonir sínar, og siðanhefir öllum rauðbrj'st- ingum brugðist þær og munu æfin- lega bregðast þær«. Litlu ungarnir létu í ljósi að þeir vildu reyna að vinna þessa þraut, en mamma þeirra sagði þeim hrygg i huga, að það væri ómögulegt. — Hvernig var hægt að búast við því, þegar margir fræknir forfeður höfðu reynt það, en engum hepnast það? Hvað gátu þeir gert íleira en að elska, syngja og berjast? Fuglinn hætli að tala við ungana í miðjum kliðurn, því út um hallarhlið Jerú- salemsborgar komu margir menu, öll fylkingin stefndi þangað, sem fuglinn haíði hreiðrið silt. Það voru riddarar, þjónar með löng spjót, böðlar með nagla og hamra, margir prestar og dómarar, grátandi konur og fjöldinn allur af hálfviltum lausingjum og götuskril. Litli fuglinn seltist á hreiðurbarm- inn sinn. Hann óttaðist að menn- irnir mundu ganga ofan á litlu ung- ana sína og merja þá til dauða. — »Gætið ykkar«, mælti hann við unga

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.