Unga Ísland - 01.04.1916, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.04.1916, Blaðsíða 6
30 UNGA ÍSLAND Enginn þekti niig. Ekki var ann- að en ganga inn, ræna einum kossi, slíga svo á bak og hleypa liestinum á braut. Mér fanst eg mundi deyja ef eg næði ekki þessum kossi, og ekki gat það gert henni neilt mein. Eg beið ekki eftir því að þessi liugs- un yrði rekin á ílótla. Eg gekk inn og í áttina að glugganum. Iiún horfði út og varð min ekki vör, eg kom við stólinn, og þegar liún leil upp, þá rændi eg þeim sætasta kossi, sem nokkru sinni hefir verið rænl frá rós- rauðum vörum. Og um leið var eg horfinn. Að vörmuspori var eg kom- inn á bak og þeysti lieim á Ieið, og blóðið þaul í æðunum með engu minni hraða. Þegar heim kom, seldi eg hestinn og þá átli eg 400 dali, með því sem faðir minn hafði gefið mér. Þetta þótti mér lagleg uppbæð, og ásetti mér að viðbafa ítrustu sparsemi. Það var sárt að skilja við fóslra minn, sem hafði reynst mér eins og faðir, og þá ekki síður að j'íirgefa skógarlífið frjálsa og yndæla. En eg var búinn að taka fastan ásetning, og eg liafði aldrei látið neitt hindra mig frá því, sem eg hafði fastráðið. Eg lagði af stað fótgangandi til Bards- town, fór inn í herhergið mitt, sem eg hafði leigt, lokaði að mér og byrj- aði námið með brennandi áhuga. En mér ofbauð alt það verk, sem fyrir mér lá. Eg þurfti ekkj aðeins að læra lögfræðina, heldur einnig allar al- mennar undirstöðu námsgreinar að auki. Eg las og las. Eg vann að því 16 stundir á dag. En því meira sem eg las, því sárara fann eg til vankunn- átlu minnar. Eg grét beiskum tárum. Það var eins og völundarhús þekking- arinnar yrði æ víðara og margbrotn- ara eftir því sem eg kom Iengra inn i það. Við livern lijallann, sem mér auðnaðisl að klifra upp, birtist mér annar enn hærri, svo að mér lá við að örvænta. Eg sökti mér niður i starfið, og varð þunglyndur og ómann- blendinn. Eini maðurinn sem eg skifti orðum við, var húsráðandinn. Hann var góður og ráðvandur mað- ur, en alveg þekkingarlaus, og eg er viss um, að eg hefði náð meiri hylli hjá honum, ef eg hefði aldrei litið í bók. Hann áleit allar bækur fullar af lygum og hrekkvísi. Og ef liann opnaði bók, hitli hann oftast á eitthvað sem kom honum lil að reiðast. Verst af öllu var lionum við þáskoðun, að jörðin snerist um möndul sinn. Hann sór og sárt við lagði, að slíkt væri að slá upp í augun á heilbrigðri skyn- semi. »F.f liún gerði það«, sagði hann, »þá yrði ekki dropi eftir í brunninum í fyrramálið, og kerling mín findi alla mjólkina á gólfinu, þegar bún kæmi inn í búrið. Og svo það, að segja að jörðin gangi kringum sólina. Hvernig fara þeir að vita það? Sól- in kemur upp, og gengur aftur undir á kvöldin. l’eir þurfa ekki að segja mér það, að jörðin gangi kringum sól- ina«. í annað skifti varð liann mjög æstur af að heyra talað um fjarlægð- ina milli sólar og tungls. »Hvergel- ur sagt um fjarlægðina?« æpti hann. »IIver liefir mæll hana? Hver hefir mæliþráðinn? Það veit hamingjan, að þér eruð að stríða mér með þessu. Og þó trúa skynsamir menn á þessa ódæma vitleysu«. Hvað mig sjálfan snerti, þá fann eg hjá mér skort á vísindalegri þekkingu, og þorði því aldrei að ráðast á sannfæringu lians. Hann lifði og dó í þeirri sannfæringu að sólin labbaði daglega kringum jörðina. Eg var búinn að vera eitt ár í Bardstown. Eg hafði dregið mig í hlé, og unnið af öllum kröftum. Einn dag var eg á gangi úti, þá mætti eg

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.