Unga Ísland - 01.06.1916, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.06.1916, Blaðsíða 6
46 UNGA lSLAND Gullna snertingin. Eptir IJaw Thorne. Endur fyrir löngu var auðugur konungur, sem hét Midas. Hann átti litla dóttir, sem hét Gullbrá. Midas konungur var svo hugfang- inn af gullinu, að honum fanst eng- inn hlutur i viðri veröld komast til jafns við það. Kórónan, sem hann bar til marks um tign sina, mat hann og virti mest vegna þess, að hún var gerð af þessum dýra málmi. Ef hann hefir elskað nokkuð eins mikið eða meira en gullið, þá hefir það verið litla stúlkan hans, sem lék sér við hásætisskörina. En þvi meira, sem konungur unni dóttur sinni, þvi meiri varð ágirnd hans.-í heimsku sinni hélt hann, að það besta sem hann gæti gert fyrir dóttur sina, væri að hauga saman handa henni glóandi gullpeningum svo að þvilíkur auður hefði aldrei fyr sést. Hann varði öllum tíma sin- um og öllum hugsunum sínum til þess að ná þessu takmarld. Yrði honum litið á gullbrydd skýin við sólarlagið, þá óskaði hann að þau væri orðin að verulegu gulli, og að hann gæti troðið þeim ofan i fjárhirslurnar sinar ramgerðu. Þeg- ar Gullbrá litla hljóp til hans með sóleyjar og fífla, þá var hann vanur að segja: »Svei, svei, barn mitt, ef þetta væri eins skýrt gull og það glóir fallega, þá væri það þess vert að tína það«. Midas konungur hafði þó verið mjög elskur að blómum á yngri árum, áður en gullfýsnin ærði hann svona. Hann hafði búið til garð og ræktað þar stærstu, fegurstu og ilm- sætustu rósir, sem mannleg vera hefir séð eða lyktað af. Þessi blóm greru enn í garðinum eins fögur og þegar Midas stóð timunum saman og naut unaðar þeirra og ilms. Nú leit konungur ekki við þeim, en et hann gerði það, þá varð það til að spyrja sjálfan sig hve mikils virði garðurinn mundi verða ef rós- arblöðin yrðu alt í einu að gulltöíl - um. Hann hafði lika verið hrifinn af söng, en nú var uppáhalds söng- urinn hans málmhljóðið, þegarhann var að glamra i gullpeninga hrúg- unum. (Frh.) Sönn saga. Eftir guðsþjónuslu í Boslon kom 12—13 ára gamall drengur einusinni til kennara sins og óskaði eftir að fá að tala við hann. Kennarinn gerði það. Þegar þeir voru komnir afsíðis, spurði dreng- urinn, hvort að það væri rétl gert að veita mönnum áfengi á helgum degi, pabbi sinn bæði sig ofl um það. Kennarinn sagði að það væri ósköp illa gerl af pabba hans að biðja hann um það, og hann skyldi biðja pabba sinn um að hætta þvi. Drengurinn hét þvi. Þegar hann kom heim, var pabbi hans að veila mönnum vín, og var orðinn góðglaður sjálfur. Þegar hann kom auga á drenginn bað hann hann um að hjálpa sér að veita gestunum. Drengurinn bað pabba sinn að hætla þessu og lála sig lausan við þessa iðju. Faðir drengsins varð afar reiður yfir dirfsku hans og hótaði að reka hann á dyr, ef hann gegndi sér ekki orðalaust þegar í slað.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.