Unga Ísland - 01.10.1916, Síða 2

Unga Ísland - 01.10.1916, Síða 2
74 UNGA ÍSLAND eflir honum. Hann hefir póslsekkinn hundin á bak sér, bambursreyr í hægri hendi, spjót i vinstri, marglitan fjaðra- skúf á höfði. — Stundum bera þeir sekkinn á öðrum enda stangarinnar, en hafa nesti sitt og annað dót bundið við liinn endann og reiða utn öxl sér. Oft eru úlfaldar hafðir til póstfluln- inga í landi þessu og verða stundum mjög aðþrengdir af þorsta þegar lang- varandi þurkar eru. Suma tírna árs eru aftur úrhellisrigningar vikum saman, svo að flestar ár verða bráð- ófærar. Einu sinni var hlaupari á ferð yfir sandheiði nokkra. Hann var vopn- laus. Komu þá að lionum strútar tveir og ásóttu liann svo grimmilega, að liann varð að flýja inn i trjárunna og fela sig þar. Strútarnir liéldu vörð við runnann allan daginn, svo að maðurinn varð að dúsa þar lil kvölds og gat loks læðst á braut þegar rnyrkva tók. Mennirnir hinummegin heiðarinnar átlu von á póstinum fyrir miðjan dag og undruðust töf hans. Hann vakti upp urn nóttina og sagði sínar farir ekki sléttar. Þeir réðu honum að hafa í hendina þegar hann færi næst yfir sandinn og lét hann sér það að kenningu verða. Fyrr á timum var einkennileg póststöð á nesi einu við suðurodda Afríku. Skip liöfðu þann sið að koma þar við land á leið sinni frá Norður- álfu; létu skipverjar bréf sín í tösku og settu undir stóran stein. Á hann voru máluð þessi orð: ,,Leitid að bréfam undir steininum". Skip þau, sem heimleiðis fóru, vóru einnig vön að koma við á þessum stað og hirða bréfin. Jafnan fylgdi og opið bréf frá skipshöfninni, sem sagði heiti skips- ins og heimkynni, nafn skipsljóra og komudaginn þangað. Gullna snertingin. Eftir Haiu Thorne. Frh. ---- Midas konungur hugsaði og liugs- aði; loks fór hann að efast um að auður væri það eina eftirsóknarverða í lieiminum, eða jafnvel það eflir- sóknarverðasta. En þetta var hara augnabliksliugsun. Svo lieillaður var Midas af gullljómanum, að liann mundi enn hafa neitað, ef hann hefði átt kost á að losna við þennan undra eiginleika. Hann mundi ekki hafa slept af lionum fyrir annað eins lítil- ræði eins og morgunverðinn þann arna; að liugsa sér hvílíkt verð hann hefði gefið fyrir eina máltíð það mundi hafa verið sama sem miljónir miljóna (og miklu fieiri miljónir en nokkur endist til að telja saman) og alt þetta fyrir steiktan silung, egg og kartöflur, heita köku og kaffi, það væri lélegur kaupskapur liélt Midas. Þrátt fyrir þetta var Midas svo svang- ur og illa settur, að hann æpti aftur, og það ógurlega. Gullbrá litla gat ekki staðist þetta lengur. Hún sat augnahlik og starði á föður sinn og lagði litla vitið sitt í bleiti til þess að komast að hvað gengi að föður sínum. í*að greip hana viðkvæm og sorgblandin þrá eftir að hugga liann, hún stökk ofan af stólnum, liljóp til hans og vafði handleggjunum utan um hnéin á honum. Hann beygði sig niður og kysti hann. Hann fann að ást dóttur sinnar var þúsund sinnum meira verð en undramátturinn sem hann hafði öðlast. »Gullbrá mín, ástkæra Gullbrá mín«. En barnið svaraði engu. Hvað hafði hann gert? Hvílíka hefndargjöf hafði liann þegið. IJað hafði skipt um á augna-

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.