Unga Ísland - 01.02.1918, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.02.1918, Blaðsíða 2
10 UNGA ÍSLAND vel, á sína vísu, og skreyttu það með perlum, fjöðrum o, fl. Þeir rökuðu stundum alt hár af höfðinu á sér, nema dálítinn blett á hvirflinum. Hárin sem uxu þar voru ekki skorin og voru því oft löng. í orustum reyndi óvinurinn ælíð að ná í þenn- an hárlokk og var þá húðin látin fylgja. Sá sem kom með marga lokka úr hernaði, var í hávegum hafður. Um hálsinn höfðu karlmenn og kvenmenn band. Karhnenn drógu á það bjarnarklær, rándýratennur o. fl., en kvenfólkið hafði perlur á þvi. Mitlisband höfðu Indiánar utanyfir kápunni. Það var oft afar skrautlegt. Það var gert úr slípuðum skeljum. Skeljarnar voru gerðar sívalar og bor- uð göl á þær og þær síðan tengdar saman með dýrasinum eða jurtatág- um. Vel gerð mittisbelti höfðu ekki einungis þýðingu vegna þess hve það var fagurt, heldur og einnig að með því létu menn i.ljósi hvaða hug menn báru hver til annars. lJeir sem skift- ust á gjöfum og gáfu vel gerl belli voru hinir innilegustu vinir. Kóngsdóttirin í Sólarlandinu. Daginn eftir átti hrúðkaupsvígslan að fara fram. Kaupmaðurinn slóð við kirkjudyrnar, þegar fólkið kom þang- að, á sama stað og dagana áður. Hann hafði breitt út slæður. Pær voru mikið fegurri en hinar. Það glitraði á þær eins og sólarljósið. Ungu stúlkurnar urðu að loka aug- unum svo þær fengju eklci ofbirtu í augun. »þessar slæður eru fegurstar í heimi«, sögðu þær. »í>ær hæfa kongsdóttur og þess vegna verð eg að eignast þær«, sagði kongsdótlir. »Þú skalt fá þær strax þegar við komum heim«, sagði kóngurinn faðir hennar. »Verlu nú skynsöm og komdu í kirkju fyrst«. sagði móðir hennar. Brúðguminn gat ekkert sagt, liann var einkar aumingjalegur á svipinn. En það dugði ekkert. Kóngsdóltir réði. Hirðmey var send til þess að vita hvað slæðurnar kostuðu, og hún kom aftur með þá orðsending, að kaupmaðurinn léli þær ekki af hendi, nema liann fengi að kyssa á hendina á kóngsdóttur. Ölluin kom saman um að ekki kæmi lil nokkurra mála að kaupmaðurinn kysti á hendina á kóngsdóttur í ásýnd alls hirðfólksins. Fólkið sneri því aftur til hallarinnar og brúðkaupinu var frestað enn til næsla dags. Kaupmaðurinn var sótt- ur og farið með hann til kóngsliall- ar. Iiann kysti á hendina á kóngs- dótlir og afhenti lienni hinar glilr- andi slæður og ætlaði svo að skunda í burlu, en kóngsdótlir bauð honum að sitja að drykkju með veislugesl- unum um kvöldið. Þegar veislan stóð sem liæst og allir voru í besta skapi, kvaddi kóngs- dótlir sér liljóðs og ávarpaði ná- grannakonunginn á þessa leið: »Seg mér konungur. Ef þú hefðir verið í voða staddur og einhver mað- ur liefði þrivegis lagt líf silt í hættu til þess að bjarga þér. Hverju mund- ir þú hafa launað honum drengskap sinn?« »Sá maðar er alls góðs maklegur er slikan drengskap sýnir«, mælti kon- ungur. »Eg mundi hafa veill honum hverja þá bæn, er hann hefði óskað, ef eg hefði verið þess megnugur«. wÞetta er vel mælt«, mælti kóngs- dóttir, »þér lílið sömu augum á þetla mál eins og eg. Nú get eg sagl yður það, að hér er staddur maður, sem þrívegis hefir slofnað lífi sínu í voða

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.