Unga Ísland - 01.02.1918, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.02.1918, Blaðsíða 6
14 UNGA lSLAND sér, að þetta hefir komist upp, færir liann naglana á sama stað næstu nótt. Hann hefir aldrei æltað sér að stela þeim, heldur gert þetla í gletni. Þeim, sem tilbiðja Mammon, er hreysikötturinn engu minni vágestur en Gestur Itárðarson. Þrándur bjó langt inni í dal meðal annara ráðvandra fjallabúa, og hafði aldrei verið með aðalsmönnum, né orðið fyrir ásælni þeirra. Skápurinn var harðlæstur og sjálfur bar hann lykilinn á sér og vissi nákvæmlega hve mörgum dölum og rigsortum hann hafði hlaðið i hillurnar. Og samt sem áður, — hverl einasta kvöld vantar af silfrinu, þegar hann telur það, og loks eru sárfá rígsort eftir. Ekki hefir skápurinn verið brolinn upp. Þess sjást engin merki. Skyldi þá nokkurt kvikindi geta smeygt sér inn urn gatið í horninu við vegginn? Hann tók eirpening, boraði gat á hann, dró í það og linýtti lausa end- anum á seglgarnsrjúpu, sem hann setli í eina skáphilluna. Daginn eftir var eirpeningurinn far- inn og þráðurinn dreginn lítið eitt út úr rjúpunni. Hann lá út um gatið á skápnum og rakti bóndi sig eftir honum inn í veginn, sem hann stóð upp við og inn undir stofugólfið. Þar var silfrið hans hlaðið upp i stöpla og ekki hafði einn peningur glatast. Hreysikötturinn hefir víst liugsað, að það mætli eins vera í kjallaran- um hjá sér og í skápnum, þar sem ekki þurfti á því að halda. Matvælum stelur hann líka. Uppi undir Dofrafjöllum bjó gömul kerl- ing, sem átti hænu, sem hún hafði fengið frá Ítalíu. Það var ágætis varp- hæna, — ein þeirra sem aldrei liggja á, en verpa sifelt. Hún átti hreiður uppi i heyloftinu og hún sást leggjast í hreiðrið, koma svo ofan aftur að litlum tíma liðnum og gaukla, svo að auðráðið þótti, að hún yrpi, þó að ekkert egg fyndist dag eftir dag. Einn dag var kerling í fjósinu að gefa kálfi skol, og sjá — þá kemur hreysikötturinn hoppandi niður stig- ann með eggið í framlöppunum. -— Kerlu varð svo bilt við, að hún hafði nær þvi mist dallinn, sem hún hélt á. En hrekkjalómurinn slapp á meðan hún var að jafna sig. Síðan fundust eggin hingað og þangað. »Hann étur þau ekki einu sinni, ókindin sú arna«, sagði kerlingin, »hann spillir þeim að eins og ieikur sér að að fara í kringum mig«. Ójú, raunar étur hann þau, en honum þykir lilýða að fara að iands- venju og leggja fyrir. Nokkrir strákar bjuggu til einkenni- lega gildru. Hreysikötturinn gelck þar ljósum logum og var niðri í hverri kyrnu. Hann stal óhemju af síld og jafnvel rúg og byggi eða öllu sem hann réði við. Stæði maður t. d. frammi á bryggju, gat að líta skringi- legt höfuð gægjast fram úr skraninu i fjörunni, augun blikuðu og öll var skepnan liðug og létt í snúningum. Svo hoppaði hann upp og skimaði í allar áttir, en dró sig óðara í hlé er þögnin var rofin. Svo skaut hon- um upp úr annari holu litlu lengra frá. Það var að sjá, sem hann hefði gaman af feluleiknum. En þar kom, að svo kvað að óknyttum hans, að mönnum þótti ekki við vært. »Undir bryggjuna settum við kistu«, segir einn strákanna, sem nú er orðinn fulllíða maður, »og komum henni svo fyrir, að lokið féll aftur, þegar lireysikötturinn var kominn inn og fór að rífa í sig síldina, sem við festum þar á tein. Við földum okkur svo i naustinu og biðum átekta og lilustuðum. Alt í einu skall kistan aftur. Við hlupum að og kistan var lokuð. En ekkert heyrðist, þó að við

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.