Unga Ísland - 01.02.1918, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.02.1918, Blaðsíða 5
UNGA tSLAND 13 í þessu, en eg hafði ekki veitt því eftirlekt að ha-nn var svona nærri okkur, liann tók vingjarnlega á móti gestinum og marg þrýsti hendi hans og bauð honum að koma heim. Eg fyrirvarð mig fyrir framferði mitt og reyndi að komast hjá því að lála ókunna manninn sjá mig, þegar eg kom heim, en það lánaðist mér nú ekki, því eg var sóttur og farið með mig inn í baðstofu til ókunna manns- ins til þess að heilsa honum. Hann lét sem að hann þekti mig ekki. »Þa rna áttu laglegan hnokka«, sagði hann, »hann verðskuldaði að hafa verið bjargað frá druknun«. Pessi orð angruðu mig mjög. Pabbi minn hafði sagt mér, að þegar eg var á þriðja ári, þá hefði eg dottið í lón og einn af einka vinum hans liafði hent sér út i lónið og bjargað mér fi’á druknun. Eg hafði náð mér fljótt aftur eftir baðið, en lífgjafi minn hafði orðið innkulsa og síðan veikst af liðagigt sem hafði afmyndað allan líkama hans. Þessi, sem eg hafði að háði og spotti fyrir líkamslýti sín, var nú einmitt sá er bjargaði inér. Eg bað hann innilega fyrirgefningar á því, hvernig eg hafði l^agað mér við hann. Það var auð- sótt. Hann brosti vingjarnlega til mín og bað pabba minn um að refsa mér ekki fyrir galgópaskapinn. Eg naut hans að hjá föður mínum og slapp við refsingu alla. En aldrei hefi eg síðan gert gis að nokkrum manni °g síst þeim, er lasburða eru«. Kæru börn! Verið ælið siðprúð i aflri ykkar framkomu. Verið vin- gjarnleg við alla. Vingjarnlegt og golt viðmót gleður þá er bágt eiga lnikið meira en alt annað. Alúðlegt °8 innilegt viðmót kostar ekkert, en það gleður þá er fyrir því verða, lnikið meira en fé. Haíið í huga orð Hallgríms heit- ins Pélurssonar. Enginn sér á ókunn- um manni af hvaða áslæðum líkami hans er lasburða. Ef til vill hefir hann hlotið það fyrir að gera öðr- uin góðverk, seni hann hefði getað látið ógert, ef hann hefði melið sjálf- an sig og líðan sína mest af öllu. Sá er metur meðbræður sína meir en sjálfan sig, er sannkallað göfug- menni. Gamansamur þjófur. Gestur Bárðarson og Ölafur frá Hálogalandi eru alræmdir erkiþjófar, en þeir standa þó ekki þeim á sporði, sem hér segir frá. Gestur var nú samt skolli sprækur. Hann gekk eftir þak- rennunni á betrunarhúsinu í Björgvin, hann læddist inn til maurapúkanna og stal jafnvel heilum silfurpokum frá þeim. Hann afklæddi sig inn að skinni í betrunarhúsinu, har á sig tólg og ætlaði að smokka sér úl um rifu á veggnum, en komst ekki og sat faslur í glufunni og varð þá að kalla á sjálfan fangavörðinn, svo að hann mætti lífi halda. En hreysikötlurinn hefir aldrei þurfl þessa við. Sú rifa má sannarlega vera þröng, sem liann gæti eigi smogið. Hann er að sönnu smávaxinn inn- brotsþjófur, en kænn. Og eigi stelur hann að eins til líðandi stundar, heldur og ókominnar, ekki einungis sér til gagns, lieldur og skemtunar jafnframt. Bátasmiðurinn er í óða önn að koma upp bát handa sér, hreysi- kötturinn, sem færra kallar að, gæg- ist fram úr fylgsni sínu og horfir á. Og þegar manntetrið ætlar að taka til trénaglanna í bátinn, þá eru þeir horfnir. En jafnskjótt sem þjófurinn

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.