Unga Ísland - 01.04.1918, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.04.1918, Blaðsíða 2
26 UNGA ISLAND Vorfegurð og sveitasæla. Það var einn fagran morgun, eg held helst að eg hafi vaknað við það, livað lianinn gól hált og snjalt; liann hefir víst viljað minna mig á, að mál væri að rísa úr rekkju, og mér datl heldur ekki í hug að binda honum að hálsi hnút fyrir það; eg vissi lika, að »sá sem árla rís, verð- ur margs vis«. Eg ílýlli mér út í hressandi morgunhlæinn og teigaði að mér hreina loftið. í5að var líka svo indæll út að koma, því blessað vorið var komið, sem alla gleður, hinn fegurðarríkasti lími ársins, með öllum auðæíum sínum; vorið, sem alt er lifir og lirærist fagnar. Náttúran var farin að klæðast í nýja skrúðann græna, en hviti hjúpurinn var horf- inn. Eg var lirifinn af fegurð vorsins og slarði undrandi út í geiminn, og margt var það, sem augun sáu og eyrun heyrðu, og ælla eg að eins að segja frá nokkru af því. — Blessuð sólin, sem elskar alt, skein svo glalt og vermdi alt með geislum sínum. Eg sá mörg smáblóm, sem nývöknuð teigðu höfuðin upp úr moldinni og hneigðu sig framan í vorsólina, en hún heilsaði þeim með hlýju geislunum sínum og kysti litlu koll- ana þeirra; og belri kveðju liafa víst ekki blómin ungu getað kosið sér, heldur en heitu vorsólargeislana og regnskúrirnar, sem við og við vættu nýúlsprungnu blöðin, og veittu þeim frjófgunarkrafl og líf. Eg leit til fjall- anna, þar sem þau gnæfðu við lieið- bláum himni, tignarleg á að líla. Þar llýtlu lækirnir sér niður hlíðarnar, kátir og fjörugir, og glitruðu við skin sólarinnar svo undur fagrir til að sjá. Þeir hafa víst runnið leiðina sína til sjávar; en eg var of fjarlægur til að hlusta á Ijúfa niðinn þeirra. Eg sá fossa falla af bergi fram, og léku þeir lögin sín á sterku strengina. Ó, hefði eg bara getað flogið og sest svo við svalan fossinn, þar sem sumarblær- inn fjólum gefur kossinn; en eg var kyr og varð að eins að láta mér nægja að dreyma um þá sælu í hug- anum. Eg sá hvar fuglarnir í fögru litklæðunum sínum sátu, og sumir syntu á vötnum og lækjum, og enn aðrir ilugu um himingeiminn, og allir voru þeir með sínu síglaða sinni að kveða fyrir mig kvæðin sín blíð, og ailur sá kliður bergmálaði svo yndis- lega í eyrum mínum. Þeir hafa víst verið að syngja um landið fríða og flytja skaparanum lofgjörðarsöngva fyrir frelsið og vorið. Eg sá hvar lóan flaug létlilega yfir móana og söng »dýrðin, dýrðin«. Eg heyrði spóann vella í burtu velrarþraut og vorhörkur, með dillandi róm. Gauk- urinn gneggjaði um unað og gleði og hagsæld í ár. Eg fagnaði komu blessaðra farfuglanna, sem komnir voru handan um hafið frá heitum, sólbjörtum löndum, knúðir af slerkri þrá og heitri trygð til afskeklu eyj- unnar langt norður i hafinu. »Veg- lausan geiminn á vængjum þöndum, vegmóðir fijúga þeir daga og nætur«, en fyr en landi er náð, er oft loft- farinn dáinn, þráin kostaði lifið. Þeir hræðasl ei, þó hér séu stundum við- tökurnar ekki sem alúðlegastar, og hret geysi stríð; nei, þeir koma til þess að skemta okkur með skæru söngvunum sínum, og gera oklcur þannig sveitasæluna og sumarið biart- ara og ánægjulegra. Hér er þeirra vagga, í þúfunum islensku hafa þeir fæðst, og fá margir liér líka að deyja, þeir elska fornar stöðvar sínar, og

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.