Unga Ísland - 01.04.1918, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.04.1918, Blaðsíða 4
28 UNGA ÍSLANÖ börn í leik og berjaleit, blessað fcð í lcyrð á beit, hásumar i hverjum reil, himneskt alla daga. Sigurj. Guðnnindsson. -4b Gullhárin þrjú. (Serbneskl œflntýrl). Að vörmu spori komu þau að snotru litlu liúsi, þar sem gamla konan fylgdi lionum inn í dáfallegt herbergi með drifhvítu rúmi og bauð honum góða nólt. Jafnskjótt sem hann var sofnaður opnaði gamla konan bréfið og las það — en hún var raunar engin önnur en ein af dísunum, sem gáfu honum nýfæddum hin góðu heit. »Það fór vel, að eg vissi að hann mundi fara um skóginn í dag«, sagði hún við sjálfa sig, »svo að eg get séð við þessu bragði«. Svo skrifaði hún annað hréf með sömu hönd og kóngurinn — því að það gat hún af því að liún var huldumey — svohljóðandi: »Elskulega eiginkona! Ungi maðurinn, sem færir þér þella bréf, liefir æðstu hylli mína. Eg hefi valið hann til eiginmanns handa dóttur minni. Jafnskjótt sem hann hefir afhent hréfið, gerir þú brúðkaup þeirra. Því skal vera lokið, þegar eg kem aftur lil hallarinnar. Þella er vilji minn«. Þelta bréf tók hann svo morgun- inn eftir; dísin vísaði honum á veg og um nónbil var liann kominn til hallarinnar. Þegar drolningin hafði lesið bréf hónda síns, lók hún að undirbúa brúðkaupsveisluna. Hún þekti sitt heimafólk, og vissi að hlýðnin henti best. Auk þess leist bæði henni og prinsessunni vel á hinn unga mann, og þeim datt ekki í hug að hafa nokkuð á móti vali kóngsins. Svo var brúðkaupið haldið og ungu hjónin lifðu glöð og ánægð í tvo daga. En á þriðja degi kom kóngurinn heim. Hann hafði þegar frélt áður en hann kom til hallarinnar, hvað gerst hafði, og var því mjög reiður drolningunni. »Hvað ætlaðist þú til að eg gerði, elskan mín góð?« spurði veslings drotningin. »Hérna er bréfið, þar sem þú skipar mér það, sem eg hefi gera látið«. Kóngur þreif bréfið. Jú — þarna var nafnið lians með hans eigin rit- hönd, og svo innsiglið. Það var öld- ungis áreiðanlegt. Síðan kallaði liann á tengdasoninn og krafði hann sagna um alt, er fyrir hann hafði borið, frá því að þeir skildu við fiskimanns- kofann. Flóðrekkur sagði sannleikann í smáu og slóru, hvernig hann hafði vilst í skóginum, frá gömlu konunni, sem liafði hitt hann og sagst vera guðmóðir lians, og sem liann hafði svo gist lijá. »Gömul kona? Var hún áreiðan- lega gömul?« spurði kóngur efabland- inn, »var ekki eitthvað kjmlegt liált- erni hennar?« »Þegar þú spyr mig þessa, tengda- faðir«, mælti Flóðrckkur, »þá minn- isi eg þess, að mér þótti sem eins- konar bláleitur gljái hvíldi á öllu umhverfis hana, þó að eg gæfi því þá engan frekari gaum«. Kóngur þóttist nú skilja, að þella mundi hafa verið ein af dísunum, er hann sá í kolamannskofanum. Hann var nokkra stund hugsi, en mælti síðan: »Eins og þú mált vita, þá gel-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.