Unga Ísland - 01.04.1918, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.04.1918, Blaðsíða 6
30 UNGA ÍSLAND ur þú ekki af engu og fyrirhafnar- laust fengið dóttur konungs að eigin- konu. Það sem orðið er, mun eg ekki aftur taka, en eg heimta að eitthvað komi í móli dóttur minni. Þú verður að færa mér þrjú gullhár af höfði Drífanda liins aldna, mannsins sem alt veit og sér«. Pannig hugsaði hann sér að losna við hinn óboðna tengdason, því að slík glæfraför hafði engum manni liepnast þangað til. Flóðrekkur kvaddi sína ástkæru eiginkonu og lagði því næst af stað. Nú hafði hann ekki hugmynd um hvert stefna skyldi, en þá minlist hann þess, liversu hann hafði vilst á leið til hallarinnar, og liann liugs- aði með sjálfum sér, að guðmóðir sín mundi, ef til vill, hjálpa sér eins og áður. Og honum varð að ætlun sinni. Það var eins og hann ralaði ósjálfrált. (Framh.). Umskiftingurinn eftir Selmu Lagcrlöf. Aftur rasaði bóndi um lausan stein, aftur var barnið nærri fallið úr örm- um hans. »Fá þú mér barnið! þú dettur með það«, sagði konan. — »Nei«, sagði bóndi, »eg skal gæta min«. — »þú verður að fá mér það«, sagði konan, »þú liefir þegar linotið tvisvar«. í sama bili skriðnaði lionum þriðja sinni fótur. Hann rétti fram hendur lil að ná í trjálim, og barnið féll. Konan kom rétt á eftir, og þó liún alveg njdega hefði látið sér renna í hug, að golt væri nú að losast við umskiftinginn, æddi hún áfram, náði í kjólfald barnsins og dró það upp á veginn. Bóndi snerist nú að lienni: andlit hans var ljólt og lílt þekkjan- legt. »Þú varst eigi svo rösk, er þú mistir harnið okkar í skóginum«, sagði liann i þungu skapi. Konan ansaði engu. Hún sat í göt- unni og grét yfir því, að vingjarnlegt viðmót manns hennar skyldi hafa verið látalæti ein. »Hví grætur þú?« sagði liann byrstur. »Það hefði lik- lega eigi verið liundrað í hæltunni, þó eg hefði rnist krógann. Komdu, það fer að verða síðdegis!« — »Eg held að mig langi eigi að fara á markaðinn«, sagði hún. — »Jæja, eg lrefi líka mist alla löngun«, sagði hann. — »Eg vil helst fara heim«, sagði konan. — »Já, hví skyldum við lialda lengra, úr því við höfum lilla ánægju af því?« sagði maður hennar og var lienni sammála. Á heimleið var bóndi að velta því i huga sér, live lengi liann myndi hafa þolinmæði við konu sína. Ef liann að eins þyrði að taka til bónda- valdsins og brjóla vilja hennar á bak aftur, gat orðið gott með þeim, hélt hann, en eins og nú slóð, vildi liann lrelst losast við hana. Hann var kom- inn á fremsla hlunn með að beita valdi og kippa króganum af konu sinni, en þá leit hún til lians, döpur og sorgbitin, og hann fékk eigi af sér að beita við hana hörku. Sökum harma hennar, hafði liann hemil á sér nú eins og að undanförnu, og alt sat við sama keip. Tvö ár liðu. Sumarnótt eina kom upp eldsvoði á bænum. Stofur og herbergi voru full reykjarsvælu, fólk vaknaði og hanabjálkaloftið var eitt eldhaf. I’að var eigi að hugsa lil að slökkva eða bjarga. Ekkert annað fyrir hendi en að æða út, til þess að brenna eigi inni.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.