Unga Ísland - 01.06.1918, Qupperneq 5

Unga Ísland - 01.06.1918, Qupperneq 5
UNGA ÍSLAND 45 nýgræðingurinn var mestur, þangað til þau komu ofan að tjörninni, þar fóru þau að busia í vatninu og leðj- unni, það var þeirra uppáhalds skemtun. Iíerling þvotlabangsa var svo hepp- in að ná í frosk, sem hafði verið svo ólánssamur að lenda of nærri þeim. Krakkarnir höfðu fundið ber í runnunum skamt frá, þau fóru með þau ofan að tjörninni og hömuðust þar að þvo þau, þangað til að þau voru orðin öll hálfklest, þá dæmdi gamla mamma svo um, að þau væru orðin hæf lil að éta þau, og hún vissi hvað hún söng, — því að hún var ráðin og roskin. Gamli þvottabjörninn var kominn burt frá tjörninni, og kallaði nú á hyski sitt með óaflátanlega lágu gargi. Hann vildi ekki að tímanum væri eilt í að busla í vatni og leðju, því að þetta átli að verða veislunótt, og alt annað og betra að borða en ber og froska. Nú lagði Qölskyldan aftur á stað með fram vatninu, þangað til þau komu inn á akurinn. Akurinn var í sem fegurstum blóma, og þau tóku strax til óspiltra mál- anna. IJau rifu niður öxin og tróðu niður slangirnar, og skemdu meira en hvað þau átu. Þegar þau rændu akur, þá gerðu þau það rækilega; ekki var skynsamlegl að gera það oíl, því að ekki voru þau velkomnir gestir i garði bónda. Þau rifu öxin af stöngunum og fóru með þau ofan að tjörninni, til að þvo þau, þrýstu þeim ofan í leðj- una og margnudduðu þau með fram- löppunum; þá fyrst þólli þeim þau ætileg. Þau rifu í sig með hjartans ánægju, þangað til komið var undir morgun; þá var akurinn orðinn eyði- lagður. Þótti þeim nú mál að hugsa til heimferðar. Gamli þvottabjörninn var mjög hygg- inn og slægvitur; þótti honum ráð- legt að fara ekki sömu leiðina heim aftur. Hann stefndi að því trénu, sem næst var tjörninni. Það var stór eik, og bar laufkrónuna við himin. Þeim megin sem vissi frá tjörninni var þessi króna fléttuð inn í skógar- þyknið. Bangsi fór á undan og hin stigu í spor hans, að svo miklu leyti sem þau gátu; ef hann þefaði af strái eða grein, þá þefuðu þau af því líka. Þau höfðu vakandi auga á öllu um- hverfis, til þess að gæta að, hvort þau sæju enga hreyfingu, sem gæti gefið til kynna að þar væri íluga eða fiðrildi, sem þau gætu veitt. Það þaut hljóðlega í trjátoppunum, sem gaf til kynna að komið væri að dögun; og náttförunum var það ljóst, að tíminn sem þau mættu leika sér og vinna væri nú á enda. Fyrsta fuglakvakið staðfesti lika þelta hug- boð þeirra. Alt i einu staðnæmdist gamli bangsi, slakk trýninu upp i loftið og gaf hyski sínu til kynna, að hér væri eitthvað nýlt á ferðum. Honum virt- ist hann heyra óljósa býflugna suðu og hunangslykt. Nú kom honum í liug, það sem liann hafði verið að bollaleggja morguninn áður. Nú var það aftur orðið heldur seinl, því að dagsbrúnin var að gægjast upp í austrinu. Að sönnu var hárið á hon- um bæði langt og þykt, en ef að llugurnar gátu séð til að fljúga, þá gátu þær líka fundið augun og nas- irnar og eyrun á honum lil að stinga. Öðru máli var að gegna ef svarta myrkur hefði verið, þá liefðu þær eklcerl gert annað en að suða inni í býflugnabúunum sínum. Hvolpar gamla bangsa höfðu nú fundið lyktina af huuanginu, og ætl- uðu alveg að rifna af ilöngun; þetta herti á honum, svo að hann afréð

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.