Unga Ísland - 01.08.1918, Síða 4

Unga Ísland - 01.08.1918, Síða 4
éo Ú^GA ÍSLANÖ hverjum af ketlingunum liði. Hún bætir því víð að nú séu ellefu kettir á heimilinu (bóndabænum) og lýsir þeim öllum og daglegum athöfnum þeirra, en það er of langt mál, til að taka það hér upp. Á þessari mynd sjáið þið nokkra af ketlingunum hans Mark Twains, þar sem þeir sitja á stól og baða sig í sólskininu. Er auð- séð á þeim, að aldrei hafa þeir mætt neinni illri meðferð. Á fimtíu ára afmæli Mark Twains streymdu kveðjusendingar og lof kvæði víðsvegar að frá bestu og mestu rit- höfundum og skáldum heimsins. Var nú sem hamingjan rétti honum allar þær dýrðlegustu gjafir sem dauðleg- um manni geta hlotnast. Hann hafði ágæta heilsu, sambúð ástvina, sem flestum ákjósanlegustu mannkostum voru búnir, geysimikla auðlegð og ást, virðingu og þakklæti miljónanna sem kynst böfðu listaverkum hans, sögunum ódauðlegu. Öll þessi ham- ingja varð næstum því til þess að skelfa hann. Við einn af vinum sínum sagði hann: »Eg er hræddur við það hvað eg er að verða ríkur. Alt sem eg snerti á virðist breytast í gullff. . Bréf til barnanna á íslandi. ---- (Nl.). Síðastliðinn föstudag var eg við- staddur söngpróf í æfmgaskóla kenn- araskólans. Kona að nafni Miss Lath- am kennir sönginn í öllum skólan- um, hafði hún útvegað þjóðlög frá ýmsum löndum og látið börnin æfa þau. Eg var svo heppinn að geta lán- að henni þjóðlögin hans Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og valdi hún »Fífil- brekka gróin grund« og lét hún alla fjórðu bekkina æfa það og annað lag frá ítaliu. Þegar börnin fóru að syngja lagið, þá spurðu þau hvert um ann- að hvort þetta væri virkilega íslenskt lag, og þegar þau voru fullvissuð um það, spurðu þau hvernig stæði á að börnin á íslandi væru að syngja um blóm. Eg var svo beðinn að koma inn í bekkina og segja frá íslandi. Eg sagði þeim sögu af lítilli stúlku sem ætti þar heima og hvað hún væri að gera árið um kring. Að vetr- inum er hún að læra, hún fer með pabba sínum í fjárhúsin, hún á sjálf ofurlítið lamb og hefir mjög gaman af að sjá þegar það er að borða heyið. í rökkrinu fer hún á skauta og börnin af hinum bæjunum leika sér við hana. Þau reyna sig og syngja og eru kát vel, og fjöllin himinháu enduróma gleðilætin, og norðurljósin tjalda himinsalinn þúsundlitum silki- blæjum sem titra og svífa fram og aftur. Það gleður litlu stúlkuna mjög að sjá hve daginn lengir eftir því sem vorið nálgast, og alt af styttir nótt- ina þangað til kemur fram í júní, þá er engin nótt. Sólin sest ekki heldur sígur niður að sjávarfletinum um miðnættið, verður þá haíið sem á gull sæi, en fjöllin klæðast purpara- skykkjum; hefir nú ísland tekið meiri stakkaskiftum en þekkjast i öðrum löndum, loft og láð og lögur ljómar í óendanlegri fjölbreytni ljóss og litar. Börnin hafa verið að keppa um hvert þeirra það mundi nú verða, sem sæi fyrsta blómið, heyrði fyrstu lóuna syngja. En þegar það er víst að lóan er komin, þá fá allir kaffi og lumm- ur. Snjórinn hverfur, bráðnar, og lækir og ár dansa niður dali og hlíð- ar með dynjandi fossanið. Fjöll og hlíðar klæðast grænum skrúða, og nú er féð rekið á afrétt og lilla stúlk- an verður að kveðja lambið sitt, sem nú er orðið að stórri kind, hún kveð-

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.