Unga Ísland - 01.08.1918, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.08.1918, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND 61 ur það vel og vandlega því að hún veit að hún fær ekki að sjá það fyr en að hausti. Nú byrja heyannir, litla stúlkan hjálpar til, þvi að hún veit að kindin hennar þarf að hafa hey til að lifa á þegar veturinn kemur. Litla stúlkan fer í kaupstað og selur ullina af kindiuni, hún er send til Ameríku og stúlkurnar þar prjóna úr henni peysu og sokka handa her- manni sem er að berjast yfir á Frakk- landi. Pabbi hennar kaupir hveiti og sykur sem hefir verið ræktað í Ame- ríku. Þegar líður að hausti fara menn í göngur, til þess að sækja kindurn- ar. Litla stúlkan stendur út á hlaði og horfir fram til fjalla, hún hlakk- ar til að sjá kindina sína. Loks fara fannhvítar fjárbreiðurnar að færast niður hlíðarnar. Pabbi litlu stúlk- unnar kemur heim með fjárhópinn sinn. Hún þekkir kindina sína óðara, en kindin þekkir ekki litlu stúlkuna, hún hefir ekki séð neinn mann alt sumarið og er orðin stygg. í*egar eg var búinn að segja börn- unum þessa sögu spurðu þau að ýmsu, t. d. hvað fólkið á íslandi ynni og hvað það gerði sér til gam- ans, hvernig klæðnaður og húsaskip- un væri, trúarbrögð og löggjöf o. fl. Nú liðu nokkrar vikur; börnin æfðu lögin sín, og loks kom dagur- inn þegar söngprófið átti að vera. — I5að var haldið i stórum áheyrenda- sal, slíkur salur tilhej'rir ílestum nýrri skólunum hér, og er tilgangurinn sá að gera skólann að félagsmiðstöð. — Eru þar haldnir foreldra fundir og aðrar samkomur. Koma öll börnin þar saman tvisvar á viku, til að syngja, halda ræður, lesa upp kvæði, leika litla sjónleiki o. fl„ oft eru þar einnig haldnir fyrirlestrar og skugga- myndir sýndar. Þennan dag sem söng- prófið var haldið var þessi salur full- ur af fólki, voru það foreldrar, vinir og vandamenn barnanna. Hver sem inn kom fékk prentaðan seðil, voru á honum upplýsingar um prófið, nöfn á bekkjunum og hvaða lög hver þeirra ætti að syngja og hvaðan lög- in væru. Hver bekkur söng tvö lög, að því loknu settust nemendurnir í sæti sín; var nú mikil eftirvænting og áhugi í hverju andliti, því nú voru dómendurnir að ákveða hver ætti að fá verðlaunin. Loks gengu þeir upp á ræðupallinn, varð þá mikið lófa- klapp. Söngkennarinn nafnkynti próf- dómendurna fyrir nemendunum, voru það tveir karlmenn og ein kona; gekk hún fram og ávarpaði áheyr- endurna. Hún sagði að söngurinn hefði verið svo góður og jafn, að erfill væri að gera upp á milli. Sá bekkurinn er besta eftirtekt sýndi var sá fyrsti; sjölti bekkur sýndi best vald yfir röddinni, annar bekkur hafði orðin skýrust og var það með fram lögunum að þakka, fimti bekkur hafði bestar áherslur, en sá sem verðlaunin hlaul fyrir að sam- eina þessa kosti var fjórði bekkur, sá sem söng »Fífilbrekka gróin grund«. Nú komu þrjú börn upp á ræðu- pallinn, tveir drengir og ein stúlka, bar hún verðlaunagripinn, var það fáni úr heiðgulu silki, var hann fest- ur á stöng með fæti undir. Á fánan- um var skráð með gullnu letri: »Music Honor«. Hélt nú skólastjóri stutta ræðu og benti á að þessi grip- ur þýddi meira en orðið tómt, hann væri viðurkennig fyrir ágætan árang- ur af langri og öflugri viðleitni, jafn- framt gat hann þess hve mikið af þessum heiðri tilheyrði Miss Latham að réttu lagi. Nú verð eg að láta staðar numið, vinir mínir, því að »Gullfoss« er á förum. Með hamingjuósk til ykkar allra. Ykkar einlægur. S. Arason.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.