Unga Ísland - 01.08.1918, Side 6
(12
UNGA lSLAND
Járnkassinn.
(Persneskt æfintýri)
(Frh.).
Hinir bræðurnir urðu frá sér numd-
ir af ánægju út af þessu. Sá næst
elsti, sem var ágjarnastur, var þó á
báðum áttum, hvort hann ætti að
láta þann yngsta hafa kassann. En
fyrst, þegar sá elsti hafði gefið hon-
um leyfi til að velja um steinana, lét
hann undan og tók í snatri þann
steininn, sem veitti honum óendan-
legan auð, en elsti bróðirinn fékk
steininn, sem veitti honum þekking
á öllu milli himins og jarðar, en sá
yngsli fékk tóman kassann.
Eftir þelta yfirgáfu bræðurnir heim-
ili sitt og lögðu af stað út i heim-
inn, tii þess að freista hamingjunnar,
hver í sínu lagi og hver á sinn hátt.
Elsti bróðirinn, AIi Haitam, keypti
sér stykki af dýrindis vefnaði, hraut
það saman og bjó sér til höfuðdúk
og faldi lausnarsteininn í fellingun-
um; setli svo höfuðfatið upp og gekk
út á sölutorgið, til þess að reyna
livort hann væri búinn að fá þá gáfu,
að geta vitað alt, sem hann vildi, og
það var. Steinninn verkaði strax. Ali
þekti uppruna allra hluta og gat séð
og heyrt það, sem skeði innan þykkra
múrveggja, þótt hann stæði fyrir
utan.
Hann gekk fram hjá höll kalífans
og sá í gegnum múrinn, að í fjár-
hirslunni voru geymdir 9000 pokar
fullir af gulli, og að dóltir kalífans,
Fatmi að nafni, var indælasta unga
stúlkan á jörðunni. Við það, að sjá
þetla, kom honum nú til hugar, að
ef hann léti nú kalifann njóta allrar
sinnar visku og yrði æðsti ráðgjafi
hans, mundi það, ef til vill, verða til
þess að hann fengi dóttur lians fyrir
konu. Og það væri ekki svo vitlaust.
Jafnskjótt sem honum hugkvæmd-
ist þetta, datt honum annað ráð i
hug, og það var það, að ávinna sér
hylli fólksins og hrós með vísdómi
sínum.
Hann fór þess vegna til baka á
sölutorgið, gekk þar upp í háan stiga,
sem var reistur upp, þar sem allir
gátu séð hann, og kallaði:
»íbúar Bagdaðs! Þið haldið að
sólin gangi kringum jörðina; en þið
eruð heimskingjar og heimskingjanna
börn! Hlustið nú á það, sem eg vil
fræða ykkur um! Sólin stendur kyr,
en það er jörðin, jörðin, sem við lif-
um á, sem lireyfist«.
Hann ætlaði að halda áfram, en
það var gripið fram í fyrir honum
með óhljóðum og látum umhverfis
hann. Kaupmennirnir kringum sölu-
torgið hlupu út úr búðum sínum og
kölluðu hver lil annars:
»Heyrið þið til hans? Það er AIi
Haitum, sem er orðinn vitlaus! Hann
mælir sem vitfirringur! Illur andi
talar með tungu hans, til þess að
villa okkur. Takið hann, og haldið
höfðinu á honum undir vatnsbun-
unni, sem streymir þarna niður úr
Ijónsgininu ofan í vatnskerið! Hann
þykist vilja kenna okkur, en hefir þó
flatmagað hér fyrir fótum okkar á
sölutorginu«.
»Ávaxlasali tók appelsínu, kastaði
henni í höfuðið á honum og sagði:
»Líttu nú á, Ali Haitam! Svona
hreyfir víst jörðin sig, eins og þú
segir. Eða er það sólin, sem ílýgur
svona gegnum geiminn?
Appelsínan kom í höfuðið á Ali
Haitam, svo að höfuðfatið fauk af
honum. Hann ætlaði að grípa það,
en varð of seinn. Atvik þetta- kom af
stað reglulegum ryskingum. Ávöxtum
og smásteinum rigndi úr öllum átt-
um yfir höfuðið á hinum ógæfusama