Unga Ísland - 01.08.1919, Page 2

Unga Ísland - 01.08.1919, Page 2
58 UNGA ISLAND fór þjóðinni aftur á öllum sviðum, þangað til hún var orðin eftirbátur flestra menningarþjóða. Nú er hún aftur að rjetta við, og óefað gætu í- þróttir — ef þær yrðu almennar — orðið henni öflug lyftistöng. Það var engin tilviljun, að mesta íþróttaþjóð heimsins, Forngrikkir, var líka mesta menningarþjóð heimsins; hafa sumir sögumenn kallað þá kenn- ara allra þjóða og allra alda; enginn veit hve mikið þeir hafa átt það að þakka íþróttunum. Bandaríkjamenn eru nú allra þjóða mest gefnir fyrir leiki og iþróttir. Ungir og gamlir sjásl þar að leikum alstaðar á opinberum stöðum og í heimahúsum. Skoða þeir Ieiki eitt af bestu uppeldismeðulum, eru þeir því samgrónir skólalífinu frá barnagarð- inum upp úr háskólanum. Eru for- ingjaefni og ágætir námsmenn oft auðþektir úr á yfirburðum þeirra að iþróttum. Oft eru þar haldnir kapp- leikir. Löngu á undan þeim er byrj- að að æfa sig. Leikendur borða að eins óbrotna og holla fæðu, lifa reglu- bundnu lífi og æfa sig daglega, því að til mikils er að vinna. Ef sigurinn fæst, bera blöðin frægðarorðið út til miljónanna. Ungirog gamlir eru þyrstir að heyra úrslitin. Allur fjöldinn verð- ur auðvilað að sætta sig við að bera lægri hlut; en þeir hafa haft ómelan- legt gagn af æfingunni óbeinlínis, og þeir hafa lært að taka ósigrinum eins og góðum drengjum sæmir. Sú að- ferð færist mjög í vöxt, að margir hópar keppi, og sá er vinnur hljóti verðlaunin og sæmdina. Kennir það belur fjelagsskap, en kapp einstakl- ingsins. Enginn veit hve íþróttir Bandamanna hafa stutt að því að gera þá það sem þeir eru. Það eitt er víst, að þeir eru allra þjóða hvat- legastir í heyfingum; og skjótráðir eru þeir mjög og úrræðagóðir og sjer- lega samvinnuþýðir og fjelagsliæfir, en þetta alt eru hæfileikar, sem þrosk- ast og glæðast við íþróltir og leiki. Leikir eru börnum eins eðlilegir og nauðsynlegir og það að borða og sofa. Það ætti því að lofa þeim að leika sjer daglega, og kenna þeim að leika sjer lióflega og fallega. Við leikina læra börn að hliðra til hvert fyrir öðru. Eg man eftir, að eg var eitt sinn viðstaddur, þar sem nokkur börn voru að leika sjer. Þar var dálílil telpa, sem vildi ein öllu ráða og ekki fallast á neitt sem hin vildu. Loks stóð ein af leiksystrum hennar upp, gekk til hennar og sagði: »Eg skal segja þjer nokkuð, Sigga, ef þú vilt ein ráða öllu, þá sannar þú, að þú fær að leika þjer eins. Á þennan hátt kenna leikirnir barninu svo mæta vel, það tekur eftir því, að það eru fleiri til í heiminum heldur en það sjálft, og að fólkið í kringum það hefir líkar tilfinningar og það sjálft. Þá Iærir það, að eina ráðið, til þess að fá að njóta unaðar- ins af því að vera í fjelagsskap ann- ara, er að taka tillit til þeirra og hliðra til fyrir þeim. Á þenuan hátt geta leikirnir lijálpað okkur til þess að verða að góðum mönnum, því að sá einn er góður, sem kemur vel fram við meðbræður sína. Hvernig íslendingar líta út eftir fimtíu til hundrað ár, verður engin tilviljun. Pað fer algjörlega eftir því, hvernig þeir haga sjer. Hugsum okkur hóp af börnum, sem þvo líkamann iðulega, hafa hæfilegan svefn við opna glugga, hreinleg og snotur hús, nóg loft, óbreytta, holla og vel tilreidda fæðu, kunna að klæð- ast eftir veðráttu, og umfram alt, kunna að leika sjer og vera lífsglöð. Leikir þeirra og íþróttir örfa andar- drátt, blóðrás, matarlyst og meltingu.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.