Unga Ísland - 01.08.1919, Side 5

Unga Ísland - 01.08.1919, Side 5
UNGA ÍSLAND 61 Stórvirki. Fj'rir nokkrum árum var lítil stúlka í einu af útkverfum Philadel- phiu. Þegar sagan gerðist, var hún fimm ára gömul. Bœði var hún falleg og góð og öllum þótti vænt um hana. Eitt áhugamál var það, sem litla stúlkan bar mjög fyrir brjósti. Það var að fá að ganga á sunnudaga- skóla. ia Það var búið að lofa henni, að hún skyldi fá að fara, þegar hún væri fimm ára. Nú rann upp sunnu- dagurinn, sá fyrsti í sjötta árinu hennar. Veður var fagurt og alt virt- ist leika í lyndi. Litla stúlkan bjó sig í sín bestu föt og lagði af stað til kirkjunnar. þegar þangað kom, var sá annmarki á, að skólinn var orðinn svo fullur, að ákveðið hafði verið að bæta alls engu barni við. Litla stúlkan sneri heim aftur döpur i bragði. Litlu siðar bar svo við, að liún lagðist veik og dó eftir stutta legu; en þegar litla föla höfðinu var lyft af koddanum, þá tóku menn eftir umslagi sem lá þar. Innan í því voru þrjátíu og þrjú cents, ásamt litlum miða með þessari áletrun: »Þegarjeg er dáin, þá vil jeg láta verja þessum. peningum, til þess að stofna sjóð. Sjóðnum á að verja til að byggja svo stóran sunnudagaskóla, að öll börn, sem vilja, geti komist þar inn«. Svo vildi til, að frjettasmali blaðs eins úr borginni var þarna viðstadd- ur. Skj'rði hann frá þessurn viðburði í blaði sínu. Fjölda mörg önnur blöð tóku hann jafnskjótt eftir og á örfá- um dögum var sjóðurinn orðinn tvö kundruð og fimmtiu þúsund dalir. Var þetta fje nægilegt til að reisa hinn veglegasta sunnudagaskóla og auk þess uppeldisstofnun, þar sem fátæk börn fengu afbragðs uppeldi ókeypis. Þessi alburður er sannur, þykir hann þess verður að birtast. Sýnir liann, hvernig hugsun lítils barns get- ur vakið hugsun heils þjóðfjelags og hrundið fram stórvirkjum. Strákurinn í gæsaregginu. (Frh.) »þarna er landskuldin«, sagði stráksti, þegar hann kom heim og grýtti peningapokanum svo hart upp á svalirnar til kóngsins, að það brak- aði i hverju trje, og alt ætlaði um koll að keyra. Kóngur varð feginn og lofaði stráksa öllu góðu, jafnvel heim- fararleyfi. Stráksi vildi ekkert nema meiri vinnu. »Hvað á jeg að gera?« sagði hann. Eftir nokkra umhugsun sagði kóngur: »Það er rjettast að þú farir til tröllsins. sem rændi sverðinu hans afa mins. Það á keima í fjalli

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.