Unga Ísland - 01.08.1919, Qupperneq 6

Unga Ísland - 01.08.1919, Qupperneq 6
62 UNGA ISLAND við vatnið, sem enginn þorir að að koma«. Stráksi tók nú nokkra liestburði matar í poka sinn og ílýtti sjer síðan af stað. Gekk hann nú um skóga, .urðir og heiðar, þangað til hann kom heim til tröllsins. En tröllið*var ekki úti við, og inn i fjallið gat stráksi ekki komist. Fór hann þá að vinna með grjótnemum, sem voru þar á bæ einum og brutu upp grjót. Aðra eins hjálp höfðu þeir aldrei fengið. Hann sprengdi fram steina á stærð við hús. En þegar tími var kominn til mið- degisverðar versnaði sagan. Þá var liorfinn matur sá, sem stráksi hafði ætlað sjer að borða þann daginn, en það var heill hestburður. »Jeg þyki hafa góða matarlyst sjálfur«, segir stráksi, »en sá, sem lijer hefir unnið að, er þó sýnu gráðugri, því að hann hefir jelið beinin lika«. Næsla daginn fór á sömu leið. En þriðja daginn vildi stráksi forvitnast um hvað af matnum yrði. Vann hann því ekki, en faldi sig í stórgrýtinu rjett hjá nestispokanum. Skömmu síðar' kom tröll með sjö hausa út úr fjallinu og fór að gæða sjer á matn- um. »Nú er vel matreitt, nú skal jeg jeta«, sagði tröllið. »Nei, þar er nú mjer að mæta«, sagði stráksi og sló til tröllsins með kylfunni, svo allir hausarnir hrukku af því. Síðan gekk hann inn í fjallið, sem tröllið hafði komið úl úr. Þar stóð hestur og moðaði hann úr tunnu fullri af glóandi eisu, en fyrir aftan hann stóð hafratunna. »Því jetur þú ekki hafrana?« spurði stráksi. »Jeg sný nú ekki að þeim«, svar- aði hesturinn. »Jeg skal snúa þjer«, sagði stráksi. »Nei, slíttu heldur af mjer höfuðið«, sagði hesturinn. Strákur gerði það, og stóð þá hjá honum fríður maður. Hann sagðist hafa verið í álögum og hefði tröllið átt sök á því. Þakkaði hann nú stráksa vel lausnina, og visaði hon- um á sverðið. Það var niðri á rúm- bolni, en í rúminu lá móðir tröllsins og hraut. Sverðinu náðu þeir slysa- laust og fóru siðan niður að sjó og hjeldu síðan heimleiðis á skipi. Þegar þeir voru komnir á flot, kom kerlingin, móðir tröllsins á eftir þeim. Hún gat ekki náð þeim, og ætlaði hún þá að drekka upp sjóinn, til þess að stöðva ferð þeirra. Hún drakk svo mikið, að talsvert fjöruborð kom á sjóinn. Ekki gat hún þó torgað öllu hafinu, og fóru svo leikar að hún sprakk. Þegar þeir lcomu til lands, sendi stráksi boð til kóngs að hann gæti nú látið sækja sverðið. Kóngur sendi menn með fjóra liesla., en hestarnir gátu ekki rótað sverðinu. Þá sendi kóngur með 8 besta og síð'an með 12, en sverðið hreyfðist ekki hót. Þá tók stráksi það einsamall og bar það heim. Kóngur ætlaði tæpast að trúa eigin augum, þegar hann sá stráksa aftur, en var þó hinn blíðasti og lofaði öllu fögru. En þegar stráksi bað um meiri vinnu, sagði kóngur honum að fara til Tröllahallar sinnar, sem enginn þyrði að vera í. Þar ætti hann að vera, og byggja brú yfir sundið, svo ganga mætti þangað. Gæli hann þetta, skyldi hann ekki skorta launin, og kvaðst kóngur jafnvel mundi gifta honum dóttur sína. Stráksi hjelt að það væri nú vel launað. Frá Tröllahöllinni hafði enginn sloppið lifandi. Þeir, sem komust þangað, fundust þar dauðir og tættir

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.