Unga Ísland - 01.09.1919, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.09.1919, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 67 »Hvar er brúargjaldið ? Hvar er sálin?« öslcraði Iíölski. »Hún er í furukylfunni þessari. Spýttu í lófann og taktu hana ef þig langar til«, sagði Stráksi. »Nei, svei því! Festist jeg ekki við kana, þá festi jeg hana ekki við mig«, sagði Kölski. »Þú hefir einu sinni komið mjer í klípu, og skalt ekki koma mjer i aðra til. Jeg ætti að þekkja kylfurnar þínar«. Síðan flaug Kölski heim til sín, og hefir hans ekki orðið vart á þeim slóðum síðan. Stráksi hjelt nú lieim til kongs- hallar og vildi fá launin, sem kongur hafði lieitið. Kongur ællaði þá að svíkja hann um alt, og fór lengi und- an í flæmingi. Loks sagði Stráksi kongi að búa sjer til vænan nestis- mal, og tæki hann síðan laun sín sjálfur. Kongur gerði svo. Þegar því var lokið fór Stráksi með konginn út á hlað, og sparkaði svo fast í rassinn á honum, að hann þaut upp í háa loft. Nestispokanum kastaði hann á eftir kongi svo hann skyldi ekki vera matarlaus. Hafi kongur ekki komið fram alveg nýlega, þá svífur hann víst í lausu lofti enn þann dag í dag. S. J. D. þýddi. Það liggur ekki á þvi. Einu sinni var hunangsfluga. Hún átti heima i veggjarholu. Á hverjum morgni flaug hún út í sólskinið. Suð- aði og suðaði og saug hunang og vax úr blómunum. Hún var önnum kafin að safna og safna. Glöð var hún og kát, og ekki vissi hún það vald i víðri veröld, sem hún þyrfti að beygja sig fyrir. Börnin voru hrædd við hana og flýðu hvar sem hún sást. Aftur á móti var hún óhrædd við hvað sem var. Einu sinni bar svo við, að Búkolla gamla var að hamast við að bíta gras sunnan í brekku. í grandaleysi sletti hún tungunni utanum fífil, sem hunangsflugan sat á, og gleypti alt saman, óðar en varði. Flugunni þótti þröngt innan i Bú- kollu. Hún fór óðar að liugsa málið eftir þeim vilsmunum, sem henni voru gefnir. Pað fyrsta sem kom í hug hennar, var ósljórnleg reiði, »að hugsa sjer að gleypa heila hunangs- flugu lifandi með húð og hári«. En hvað skal nú taka til bragðs? Nú veit eg hvað eg skal gera. Eg skal stinga Búkollu innan í vömbina. En það liggur ekkert á því, fyr en eg er búin að sofna dúr, það er svo heitt hjer og mollulegt. Hunangsflugan sofnaði og svaf vært. Þegar hún vaknaði, var Bú- kolla horfin. Helen Keller. (Amerískur rithöf. fæddur 1880). Hjer er brjef, sem Dr. Holines skrifaði til að svara einu af brjefum Helenu: Beverly Farms, Mass., 1. ágúst 1890. Kæra litla vinan mín! Jeg meðtók brjefið þitt góða fyrir nokkrum dögum, en jeg hefi svo mikið að skrifa að mjer verður að láta brjefin mín biða, áður en jeg svara þeim. Jeg er þjer mjög þakklátur fyrir að muna mig svona vel. Brjefið þitt

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.