Unga Ísland - 01.09.1919, Blaðsíða 8
72
ONGA tSLAND
hjelt að liann hefði verið dæmdur i
heils árs fangelsi«.
Manga: »Já, en tíminn var styttur
um fjóra mánuði, af því að hann
kom sjer svo vel«.
Gudda: aÞú er sannarlega ham-
ingjusöm móðir, að eiga slíkan son«.
4
UPPELDI.
Maður einn kom til spekings og
bað hann leggja sjer ráð viðvíkjandi
uppeldi sona sinna.
»Hvernig er eðlisfari þeirra háttað?«
spurði vitringurinn.
»Einn þeirra veit«, sagði faðirinn,
»en hann veit ekki að liann veit«.
V.: »Hann er sofandi, vektu hann«.
F.: »Annar veit ekki og veit að
hann veit eklii, en vill vita«.
V.: »Hann er fáfróður. Kendu
honum«.
F.: »þriðji heldur að hann viti, en
veit ekki«.
V.: »Hann er heimskur og hroka-
fullur. Láttu hann reka sig á«.
F.: »Fjórði veit og veit að hann
veit«.
V.: wÞar er maður eftir mínu
hjarta. Láttu hann halda áfram á
sömu braut«.
&
Á heimili einu varð fólkinu tíðrælt
um ættarnöfn sem enduðu á »an«
og »on«. Þriggja ára drengur hlust-
aði á samtalið uns hann sagði: »Jeg
veit hvaða nafn jeg vil taka«. »Hvað
er það, vinur minn?« sagði móðir
lians. »Jeg ætla að kenna mig við
þig og kalla mig Mammon«.
Pjetur litli var mjög kvefaður og
saug upp í nefið í sifellu. Hefðar-
kona ein sem sat við hlið hans á-
varpaði hann loks á þessa leið:
»Hefir þú engan vasaklút, drengur
minn?« »Jú«, sagði Pjetur, »en
mamma liefir bannað mjer að lána
hann«.
&
Bóndinn hafði tekið út varninginn
og lagt svo inn Vöru sína. Þá kallar
kaupmaður: »Jeg er búinn að gera
upp reikninginn þinn. Pú skuldar
mjer tuttugu og fimm aura«.
»A-a, tuttugu og fimm aura, láttu
mig bara fá sykurmola fyrir það«.
*
»Hvaða gauragangur er í þjer,
drengur?« sagði faðirinn við son
sinn, sem hamaðist á gólfinu.
»Jeg má til, pabbi, jeg er fjórir
hestar«, svaraði drengurinn.
Ung-a ísland,
barnablað með myndum. Kemur út einu
sinni í mánuði í 4 blaða broti, og auk
pess tvöfalt jólablað. Verð árg. er 2 kr.,
er borgist fyrir júnílok ár hvert. Skilvísir
kaupendur fá kaupbæti. — Afgreiðslan í
Bókabúðinni á Laugavegi 13.
Dýraverndarinn
ræðir dýraverndunarmnlið og
ári, verð 1 kr. Mynd í hverju blaði, þegar kostur
er. — Dtgefandi: Dýraverndunnrfjelag íslands. —
Afgreiðsla: Laugavegi G3, Reykjavik. — Dtsölumenn
fa fimta hvert eintak í sölulaun. :: :: ;: ::
Útgefendur: Steingr. Arason og »Skóla-
fjelag Kennaraskólans«. Ritstj.: Steingr.
Arason.
Utanáskrift blaðsins (ritstjóra og af-
greiðslumanns) er: Unga ísland, Box 327,
Reykjavík.
0
Prentsmiðjan Gutenberg.