Unga Ísland - 01.09.1919, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.09.1919, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 71 Jeg fjekk brjefið, sem þú skrifaðir mjer í sumar. Jeg þakka þjer fyrir það. Jeg er á blindra heimilinu í í Boston. Jeg er ekki byrjuð að læra enn þá, því að góði vinurinn minn, hann Anagnos viii láta mig hvíla mig og leika mjer sem mest. Kennaranum mínum líður vel, bún biður innilega að heilsa þjer. Nú eru blessuð jólin að nálgast. Jeg hlakka svo mikið til þeirra, að jeg get varla beðið eftir þeim. Jeg vona, að jólin verði þjer gleðileg, og nýja árið fult af gleði og hamingju, og öll árin þín. Litla vinstúlkan þín Helen A. Keller«. IJjer kemur brjefið, sem Helena fjekk aftur frá Whittier. »Kæra litla vinstúlka! Það gladdi mig að fá brjefið frá þjer á afmælinu mínu. Jeg fjekk á þriðja liundrað brjef, en þitt brjef var með þeim allra bestu. Jeg ætla að segja þjer frú þessum degi, eins og hann var hjerna á »Eikar-hóli«. Það var að sönnu ekkert sólskin, en við höfðum stóra opna elda inni í slofunum, og þær voru allar fullar af ilmi af rósum og öðrum blómum, sem vinir mínir fjær og nær höfðu sent mjer. Þar voru liaugar af ávöxt- um vestan úr Californíu og ýmsum öðrum stöðum. Margir frændur og fornvinir voru hjá mjer um daginn. Ekki furðar mig þó að þjer finn- ist áttatíu og þrjú ár langur tími. En ekki finst mjer nú nema stund- arkorn síðan jeg var lítill drengur á þínu reki, og var að leika mjer á gamla bóndabænum á Hafrahæð. Jeg þakka þjer allar hamingju- óskirnar og óska þjer líka allrar gæfu og gleði«. Hvenær fengu þeir heimastjórn. Pati var íri að ætt og uppruna. Hann var dugandi hermaður. Eilt sinn bar svo við, sem oft vill verða með hermenn, að hann særðist. Misti hann ráð og rænu og lá í valnum. Þar fanst hann og var fluttur á sjúkra- hús. Hjúkrunarkonan sem annaðist Pata var írsk. Var hún jafnan full af gletni og kátínu, hver sem í hlut átti. Þegar Pati reis úr rotinu, leit hann í kringum sig og spurði hvar hann væri, »í írlandi auðvitað, sagði stúlkan. Pati leit út um gluggann og skygndist yfir franska þorpið, alt brotið og bramlað og tælt sundur af sprengikúlunum. Þegar Pati hafði virt fyrir sjer þessa viðurslygð eyð- ingarinnar, þá sagði hann: »Hvað er langt síðan þeir fengu heimastjórn«? Skritlur. ÖFUNDSVERÐ MÓÐIR. Gudda: »Góðan daginn, Manga. Hvernig stendur á að þú ert spari- búin í dag? Manga: »Jeg á von á Gvendi mín- um heim í dag«. Gudda: »Áttu von á Gvendi? Jeg

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.