Unga Ísland - 01.07.1924, Page 2

Unga Ísland - 01.07.1924, Page 2
50 UNGA ISLAND til að bjóða góða kosli og semja frið. t’annig brugðust vonir Karl 12. En hann sat eflir sem áður í Bender, þrár og óbeygjanlegur. Tyrkjasoldáni fór að þykja nóg um hinn mikla kostnað sem leiddi af dvöl Karls 12. og manna hans. Hann ritaði honum brjef og þakkaði hinn mikla sóma, sem Karl 12. sýndi Tyrkja- veldi með dvöl sinni, en Ijet um leið á sjer skilja, að hann óskaði ekki að verða þess heiðurs aðnjótandi lengur en orðið var. En Karl 12. sat sem fastast. Að lokum skipaði soldán sýslumanni sínum í Bender að láta taka Karl 12. og menn hans og fletja þá út fyrir landa- mærin. t*á bjóst Karl 12. tll varnar. Hon- um þótti það minkun að fara eftir skip- unum annara. Hann ljet gera virkisgarð kringum hús sitt. En Tyrkir sendu tíu þúsund manns á móti honum og hin- um fjögur hundruð trúu og dyggu blá- stökkum, sem eftir voru orðnir. Ójafn var leikurinn. En það var ekki siður Karls 12. að gefast upp. Hann harðnaði við hverja raun. Tyrkir skutu á húsið, sem Svíar hjeldu sig í, með logandi örvum. Loks kviknaði i húsinu. En Karl 12. sat við sinn keip. wÞað er eng- in hætta á ferðum fyr en fötin taka að brenna«, sagði hann við menn sína. Þegar þakið var komið að því að falla tók konungur þá ákvörðun ag gera út- rás og komast i steinhús, sem stóð ekki allfjarri, og halda þar uppi vörninni. Dyrunum var hrundið upp, og út kom i broddi fylkingar Karl XII. með sverðið í hægri hendi og pístólu í þeirri vinstri. Þeir ruddu sjer braut gegn um fylking- ar Tyrkja. En áður en þeir komust alla leið hrasaði Karl 12. Þá rjeðust Tyrkir á hann og tóku hann höndum, en menn hans gáfust upp. Þessi atburður, sem skeði árið 1713 er oft nefndur: Ljóna- veiðarnar í Bender. Nú var Karl 12. ekki lengur gestur soldánsins, heldur fangi hans. Þingið heima í Svíþjóð hafði hvað eftir annað beðið hann að koma heim. Nú fjekk hann boð um, að friður yrði saminn við Rússa og aðra óvini þjóðarinnar án hans íhlutunar, ef hann kæmi ekki þegar. Þá skildi hann fyrst að ekki mátti lengur bíða. Við annan mann lagði hann af stað norðureftir um lönd ókunnra og óvinveittra þjóða. Á tveim vikum riðu þeir tvö þúsund kílometra. Hvorugur þeirra fór af klæðum á nóttunni. Karl 12. var i engu hálfur. Nú þegar hann var búinn að taka þá ákvörðun að fara heim, vildi hann komast sem fyrst. Að lokum steig Kari 12. heill á húfi á land í Sviþjóð eftir langa útivist. En þá var svo komið að Sviar voru búnir að missa öll lönd sín sunnan Eystrasalts. Svíþjóð hafði verið stórveldi frá því á dögum Gustafs 2. Adolfs. En nú var hún fallin úr tölu stórveldanna fyrir ofurkapp Karls 12. Nú vildu allir frið — nema Karl 12. Flestir miðaldra karlmenn voru fallnir eða fangar ó vinanna. Hungursneyð og drepsótt hafði gengið í landinu. Allii' hrópuðu á frið. En Karl 12. stóð í móti. Hann gat annaðhvort sigrað eða fallið — en ekki samið frið að afstöðnum ó- sigri. »Drottinn gefur þeim sigur að lokum«, sagði hann, »sem óragur gerir skyldu sina«. Síðasti eyrir alþýðunnar var tekinn lil að úlbúa her. Hinar síðustu leifar af ungum mönnum voru teknar i her- inn. Og með þessum herafla rjeðist Karl 12. á Noreg, sem þá lá undir Dan- mörku. Hann settist um Friðriksstein-

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.