Unga Ísland - 01.07.1924, Síða 6

Unga Ísland - 01.07.1924, Síða 6
54 UNGA ÍSLAND »Hvað gengur að þjer, elsku barnið mitl?« spurði frú Ásta, þegar Beta kom inn. »Hefir nokkuð komið fyrir þig?« Beta fór að gráta. »Jeg vil aldrei fara í utanyfirbuxur oftar«, sagði hún. »það hlæja allir að mjer«. »Það dugar ekki, telpa mín«, sagði mamma hennar og klappaði henni. »þú veilst þú þarft að gæta þess, að þjer verði ekki kalt, síðan þú lást. Kærðu þig kollótta, þó að hlegið sje að þjer. Hlæðu bara með; þá liættir hláturinn bráðlega, sannaðu til. þurkaðu nú af þjer lárin og komdu að borða«. «Mamma«, sagði hún um kvöldið, þeg- ar hún var komin upp í og mamma hennar sat á rúmslokknum og talaði við hana, eins og liún var vön, áður en Beta las kvöldbænirnar. Vill ekki guð að öll börn sjeu glöð ?« »Jú, elskan mín, hann vill það«. »Og við megum biðja hann urn alt mögulegt?« »Já, um alt mögulegl«, sagði mamma. »það er gott að vita«, sagði Beta, og var sem henni ljelti við. »Hann getur víst hjálpað með hvað sem er?« »Já, með hvað sem er«, sagði frú Ásta og strauk ástúðlega kinnina á Betu. »Leslu nú versin þin og talaðu við guð um alt, sem þjer liggur á bjarta«. Beta spenti greipar og las versin sín, eins og hún var vön. Svo bauð hún mömmu sinni góöa nólt með kossi og sneri sjer upp í horn. En þegar mamma hennar hafði slökt Ijósið og var komin frá henni, þá spenti bún greipar aftur. Hún þurfti að bæta dálitlu við kvöldbænina sína. »Góði guð, hjálpaðu mjer til þess að gleyma buxunum í fyrramálið«, hvíslaði hún, Innan litillrar stundar var hún sofnuð, sætt og vært. En guð heyrði víst ekki bænina henn- ar. Eða þá að hjer átti við það, sem mamma hafði einhverntíma sagt henni, að hann bænheyrði eftir því, sem hann vissi vera fyrir bestu, og það væri ekki ætíð á þann hált, sem við mennirnir hugsum okkur. því að það fyrsta, sem Beta hafði skýrt í huga, þegar hún vaknaði morguninn eftir, var buxurnar, og hugsunin um þær veik ekkert andar- tak frá henni. Hún varð því að vera í þeim þann daginn líka. Um kvöldið gat hún ekki látið hjá líða að minnast á vonbrigði sín við mömmu sína. Hvernig stóð á að guð bænheyrði hana ekki? Mamma hennar setti hana á kuje sjer og sýndi henni með löngu máli fram á það, að guð hjálpar mönnum aldrei til að gleyrna að gera það, sem rjett er, heldur það gagnstæða. Hann vill að börnin hafi ætíð hugfast aö vera góð og hlýðin. »Og auk þess, Beta litla«, hjelt hún svo áfram, »er það af umhyggju fyr- ir litlu stúlkunni sinni, að mamma vill láta þig vera hlýtt búna. Og þetla glens skólasyslra þinna er sjálfsagt alveg græskulaust. Jeg held, að buxurnar geti hjálpað til þess að slæla lundarfar þilt«. »Við hvað áttu, mamma?« spurði Beta. »Við þurfum öll að hafa eins konar stál í vilja okkar, svo að við lálum ekki undan síga, heldur berum það sem rjett er með glöðu geði, jafnvel þó að okkur kunni að veitast það örðugt. Jeg held buxurnar geti orðið þjer að gagni í þessu efni. Vertu sjálf glöð og góð, og þá leikur alt í lyndi. En ef þú ert geð-

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.