Unga Ísland - 01.07.1924, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND
55
vond og leiðinleg, þá finst þjer alt ann-
að leiðinlegt líka«.
Beta stundi við, »Jeg verð þá víst að
reyna að stæla vilja minn«, sagði hún
Mamma hennar kysti hana og fór að
tala um annað.
II.
Einn góðan veðurdag ekki löngu eftir
þetta var »mánaðarfrí« i skólanum.
Slallsysturnar úr öðrum bekk: Gudda,
Selma, Anna og Beta, fóru með sleðana
sína upp í Hjallabrekku, sem var besta
sleðabrekkan í nágrenninu. Og þá blaul
hún líka að vera góð, því að alt í kring
um kaupstaðinn voru fjöll og dalir á
milli. Nú átti að renna sjer.
Sólin skein á snjóinn, hvítan og þjett-
an, og sleðafærið var svo gott, sem
hugsast gat. Hó, hvað sleðarnir þutu á-
fram. Svo hart flugu þeir, að allar á-
hyggjur urðu langt á eftir. Kinnarnar
urðu rjóðar sem epli, augun leiftruðu
og hárið liðaðist frjálst um kollana og
myndaði umgerð um broshjTr andlitin.
Og upp brekkuna var hlaupið jafn ljetti-
lega og á jafnsljettu væri.
En litlir 10 og 12 ára gamlir telpu-
fætur geta þreytst um síðir. Og eftir
tímakorn setlust stallsysturnar á sleðana
sína uppi á brekkubrúninni, til þess að
hvíla sig.
Þá kom lílill drengur upp brekkuna.
Hann var smár vexti og magur, illa og
óskjóllega búinn. Hann hafði sleða í
eftirdragi. En hann var víst ekki að
leika sjer, því að sleðinn var hlaðinn
með rofbjálkum og afgangsspýtum, sem
bersýnilega hafði verið tínt saman ein-
hverstaðar þar sem verið var að reisa
hús, og var ætlað í eldinn.
í*egar hann kom upp á brúnina,
stansaði hann til þess að kasta mæð-
inni, og hófust þegar viðræður. Suáðinn
hjet Andrjes; mamma hans var fátæk
ekkja, átli mörg börn og bjó hinum
megin kaupstaðarins. Nú kom Andrjes
frá bæ einum nokkuð frá; þar hafði
verið rifin gömul skemma og var önn-
ur í smíðum. Hafði honum verið leyft
að tína þar spýtnarusl í eldinn. Nú
skyldi mamma verða glöð, þegar hann
kæmi heim með svona gott eldsneyti.
Telpurnar hlýddu á sögu hans með
áhuga og hluttekningu. Þvílíkur dugn-
aðardrengur. Og hann var jafnaldri
Betu — nýorðinn tíu ára.
Nú datt Betu nýtt í liug.
»Jeg get hjálpað þjer að fá meira i
eldinn«, sagði hún áköf. »Hjerna skamt
frá, hinum megin við girðinguna, sá jeg
gamalt trje, sem hefir fokið um koll og
brotnað. Nú er það farið að fúna og
detta í sundur. Við getum ekið því heim
fyrir þig á sleðunum okkar«.
Beta tók í hönd Andrjesi og hljóp af
stað. Brátt stansaði hún við girðinguna
og benti á trjeð, sem lá hinum megin
við hana.
»Er þetta ekki ljómandi?« kallaði hún
himinglöð. »Nú getur þú klifrað yíir
girðinguna, tínt saman brotin af trjenu
og rjelt okkur, en við hlöðum þeim á
sleðann«.
Andrjes gerði eins og fyrir hann var
lagt. Var nú um stund unnið af kappi
beggja vegna girðingarinnar. Loks var
nóg komið á sleðana, og Andrjes bjóst
að halda áfram heimleiðis.
En nú vildi til slys. Ekkert þeirra
vissi hvernig á því stóð. Andrjes dall,
þegar hann var að komast yfir girðing-
una. Hann meiddi sig sama og ekkert
— hruflaðist lítilsháttar á höndunum.
En buxurnar hans feslust á naglagaddi
og önnur skálmin rifnaði eftir endilöngu,