Unga Ísland - 01.07.1924, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.07.1924, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 51 kastalann, Ijet grafa skotgrafir og und- irbjó áhlaupið. Að kvöldi dags 30. nóvember 1718 stóð hann við skotgrafirnar. Hann hjelt vinstri hendi um hökuna og hugsaði ráð sitt. Kúlurnar þutu í kring um hann. Alt i einu heyrðu menn hans dimt hljóð. Vinstri hendi konungsins fjell niður. Svo sáu menn hans höfuðið hníga nið- ur á brjóslið. Því næst hneig konung- urinn örendur lil jarðar. Kúla hafði hilt hann í gagnaugað. Nú var hinum lang- vinna ófriði lokið. Hermenn Karls 12. báru hinn látna foringja sinn heim á Hkbörum. Á nóttunni vöktu þeir til skittis yfir líkinu. Á daginn báru þeir börurnar á öxlum sjer. - Herbúðirnar höfðu verið heimili Karls 12. Engin kona hafði nokkru sinni unnið ást hans. Börn átti hann engin. Hina kyrlátu hamingju heimilisins þekti hann ekki. Hann hafði verið herkon- °ngur í fornum stíl, líkastur víkingum fornaldarinnar. é Hauðu buxurnar, i. Ef það var nokkur jarðneskur hlutur, sem Beta litla hataði, þá voru það rauðu ullarbuxurnar, þær voru tilefni allra harma hennar, frá því fyrsta daginn, sem hún kom í þeim í skólann. Vel- nrna undanfarandi, meðan hún átti heima í sveit, hafði hún aldrei hugsað um þær, nje rent grun i að þær yrðu td þess að varpa skugga á líf hennar. hafði það verið sjálfsagt og eðlilegt, uð hún færi í þær, þegar hún fór út að leika sjer eða renna sjer á sleða. En nú átti hún ekki lengur heima uppi í sveit, heldur hafði hún flutt í kaupstað í haust. Nú lærði hún ekki heima hjá mömmu sinni, eins og verið liafði, heldur gekk í skóla. Þar hafði hún tekið próf upp í annan bekk og »gengið eins og í sögu«. Þannig orðaði mamma hennar það og var hróðug af. — Það var fjarska gaman að ganga í skól- ann. Hugsið ykkur: að eignast alt í einu svona marga kunningja að leika sjer og spila við. Og hvílíka afbragðs kenslukonu, sem hún hafði. Já Beta var alveg hand- viss um það, að hvergi á jarðríki fyrir- findist jafn-himnesk og yndæl vera og Anna kenslukona, nema mamma Betu, auðvitað. Reyndar var hún ekki ein um þá skoðun. Rar voru allir í bekknum á einu máli. En Beta hafði gengið heim til kenslukonunnar í aukatíma nokkrar vikur áður en hún kom í skólann, og hafði þá tekist með þeim innileg vin- átta. Og vegna þess litu bekkjarsystur Betu hana öfundaraugum. Annars litu þær allar að vissu leyti niður á »nýju telpuna«. Beta var yngst i bekknum, og Selmu, sem var þó ekki nema mánuði eldri, fanst hún vera »óttalega barnaleg«. Hún var öllu ókunn- ug, og henni fanst allir hlutir í kaup- staðnum og skólanum svo nýstárlegir og merkilegir. En þó að Beta væri litt heima f bæj- arlífinu, hefði aldrei verið á barnadans- leik og vissi ekki nöfnin á bæjarstjóra- dætrunum tíu, þá kom það fljótt í Ijós, að hún var þeim mun betur að sjer í því, sem skólinn kendi. Hún var árvök- ur, ábugasöm og iðin, og stallsystur hennar komust brátt að raun um það, að yngsta telpan i bekknum hlaut að koma til mála, þegar um það var að ræða hver kynni best. Beta óx því fljótt

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.