Unga Ísland - 01.09.1929, Síða 2
66
UNGA fSLAND
að ólmast í kringum liann, til þess
að æsa hann.
„Varaðu þig nú, Gunna mín“,
sagði Óli. „Nú leysi jeg hann, og
nú verður hamagangur á hí)'num“.
„Hana nú! Húrra!“
Kusi kom með loftköstum
miklum fram af básnum og hljóp
ofan á Gránu gömlu. Hún lá í
makindum og átti einskis ills von.
Hún stóð á fætur og teygði úr
sjer.
Óli og Gunna voru nú i sjöunda
himni um stund. Kusi hamaðist í
tryllingi, sperti upp rófuna og
gekk á ýmsurn endum. Kýrnar
stóðu upp, börðu hölunum og
bauluðu. Bolsi tók að kveða við
raust, og gerðist nú hávaðasamt
i fjósinu. Kusi hljóp upp í auða
básinn og setti um allar vatnsföt-
urnar. Rann vatnið fram flórinn,
og flaut yfir þröskuldinn. Hey-
laupur var i tröðinni. Kusi setti
báðar framlappirnar ofan í hann
og dró hann með sjer um flór-
inn, þangað til að laupurinn möl-
brotnaði. Gerðist nú svakksamt i
fjósinu og leist Óla ekki á blik-
una. En þvi hræddari sem hann
varð um það, að kálfurinn ætlaði
að umturna öllu í fjósinu, því
meira gaman þótti honum að lát-
um hans. Veltust þau um af hlátri,
Gunna og Óli.
En nú gerðist atburður, sem
breytti skapi þeirra skyndilega:
Kusi þaut fram eftir flórnum og
lenti svo óþyrmilega á hurðinni,
að hún skall upp á gátt, og í sömu
svipan var kusi horfinn út úr dyr-
unum.
Óli rak upp angistaróp og stökk
út úr fjósinu. Einhver hafði sagt
honum, að kálfar dræpi sig, ef
þeim væri slept lausum úti, því
að þeir stykkju á hvað sem fyrir
væri. Óli sá sannreynd þessa und-
ir eins og hann kom út úr dyr-
unum. Kusi hafði hlaupið beint i
safnforina, en ís var á henni og
þítt ofan á honum. Hafði kusi
bleytt sig allmikið að neðan, þeg-
ar hann skriðnaði til á klakanum.
Kusi var kominn út á fiötina,
þegar Óli kom út úr fjósinu. Sá
Óli aftan á hann, þar sem hann
hljóp og bar halann við loft eins
og siglu á skipi. Óli hljóp á eftir
honum með öndina í hálsinum.
Hann vissi i raunini ekki, hvað
hann átti að gera, þvi að enga von
gat hann gert sjer um að ná kusa.
Kusi hljóp og hoppaði, nam
staðar öðru hvoru og sneri sjer
að óla, skók hausinn og bljes.
Hann stefndi út tún. „Ef hann
kæmist nú alla leið út að Djúpa-
gili“, hugsaði Óli. „Þó steypir
hann sjer á hausinn niður í gilið,
og þá er úti um hann“. óli hljóp
og bljes þungan. Stundum var
hann hálfkjökrandi og bað fyrir
sjer og kusa. Stundum var reiðin