Unga Ísland - 01.09.1929, Síða 6

Unga Ísland - 01.09.1929, Síða 6
70 UNGA ÍSLAND ir, að önnur dýr, scm á eftir kunna að vera, finni lyktina af þeim. Sjálf finna ]iau lykt með golunni, frá þeim, sem á eftir eru. Allar viltar dýrahjarðir hafa for- ingja. Þegar þau standa, snúa þau sjer aldrei öll í sömu áttina. Aldrei sofa þau öll í einu, heldur halda þau vörð til skiftis. Dýrin læra varúð af reynslunni. Það eru ekki nema unglingarnir, sem fara sjer að voða. Ungviði, sem mæt- ir dýri í fyrsta sinn, heldur vanalega að það sje vinur sinn. Það er því einkum hið reynslulausa ungviði, sem verður öðrum dýrum að bráð. Það er örðugt að draga línu milli eðlishvata og hugsana, einkum þegar um dýr er að ræða. En sje hægt að sanna, að þau geri hvert öðru aðvart með hljóðum, geri greinarmun, muni, hafi samvinnu, fjelagsskap og verka- skiftingu, kenni og læri, þá hljóta þau að hafa skynsemi til að hugsa og skilja. V Konungur Gullár. (Frh.). --- Leiðin varð æ verri og hrattari, og loftið var svo óholt, að honum lá við sótthita. Fossaföllin í jökulsprungun- um fóru vaxandi. Var sem þau hlæju að þorstanum, sem var oð gera út af við hann. Annar klukkutími leið, og Svaði leit ofan í flöskuna, sem hékk við hlið hans. Hún var hálftóm, en það voru miklu meira en þrir dropar í henni. Hann nam staðar, til þess að opna hana, en i því hreyfðist eitthvað í götunni rjett fyrir ofan hann. Það var undur fallegt harn, sem lá nær dauða en lifi á klettinum. Augun voru lokuð og var- irnar skrælnaðar. Svaði leit á það, drakk úr flöskunni og hjelt svo á- fram. Skýflóka dró fyrir sólina, og langir skuggar skriðu eftir fjalls- hlíðinni. Svaði barðist áfram. Sólin var að setjast, en þó var hitinn jafn óþol- andi. Hann sá hina miklu fossa Gullár svo sem 200 metra frá sjer. Hann nam staðar, til þess að kasta mæðinni, svo þaut hann af stað i átt- ina að fossunum. Þá harst lágt vein að eyrum hans. Hann sneri sjer við og sá hvar gráhærður öklungur lá á klettinum. Augun voru sokkin og andlitið bleikt. „Vatn“, æpti hann veikum rómi. „Vatn, jeg er að deyja“. „Jeg hef ekkert vatn“, svaraði Svaði. „Þú ert búinn að lifa nógu lengi. Hann steig yfir öldunginn, og þaut áfram leiðar sinnar. Blá elding sást í austri, og var að lögun sem sverð. Niður Gullár hækkaði, eftir því sem hann nálgaðist hana, og loks stóð hann á barminum á gljúfrinu, sem hún rann eftir. Öldur hennar voru rauðar af dýrð sólarlagsins. Skjálf- andi seildist hann eftir flöskunni og kastaði henni út í miðja straumiðuna. Hann riðaði, æpti upp og fjell. Áin þaggaði óp lians. Ekkaþrunginn nið- ur hennar barst út í næturgeiminn, þegar hún kastaðist í flúðum yfir kol- svarta klettana. (Frh.).

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.