Unga Ísland - 01.09.1929, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.09.1929, Blaðsíða 16
80 UNGA ÍSLAND Á berjamó „Elsku amnia, viltu ekki gjöra svo vel, a'ð segja okkur sögu?“ sagði Melga litla á Heiði. „Já, já. Gjörðu það, elsku amma mín. Það er svo langt síðan þú hef- ur sagt okkur sögu“, sögðu hin börn- in, um leið og þau stóðu upp frá gull- unum, sem þau höfðu verið að leika sjer að, á gólfinu. Yfir hið góðlega andlit gömlu konunnar færðist ljúfmannlegt hros. „Hvernig sögu á jeg að segja ykkur, börnin góð?“ spurði hún blíðlega. „Tröllasögu“, lirópuðu strákarnir. „Ne-ei, elsku amma. Segðu okkur heldur sanna sögu — fallega sögu — helst af þjer sjálfri“, sögðu litlu telp- urnar einum rómi. Þær voru i meiri hluta og fengu því ósk sína uppfylta um val sög- unnar. „Jeg held að jeg hafi enga sögu að segja ykkur af mjer, sem ykkur get- ur þótt skemtileg“, sagði annna. „Jæja, kannske jeg segi ykkur þessa sögu“. Og amma byrjaði starx á sögunni, en hörnin hlustuðu á hana, siðprúð og' stilt, og teyguðu í sig livert orð, sem hún sagði. Þau elskuðu og virtu, góðu, gömlu, gráhærðu ömmu sína; og sama virðing náði til sagna henn- ar, þær voru altaf hestar. „Við vorum fimm svstkinin. Þeg- ar þessi saga gjörðist hefi jeg verið tæplega tíu ára, en Einsi bróðir, sem var yngstur, liefur verið tæplega tjögra ára“, sagði anima. „Einn sunnudag, snennna um sum- arið, vorum við búin að fastráða að iara lil berja. Við hlökkuðum til dagsins alla vikuna, en þegar hann loks rann upp, var tvísýnt um, að við gætum farið, því loft var þykt og drungalegt, og gekk á smáskúrum. En þegar kom fram undir hádegi, Ijetti skúrunum, og skýjaflókarnir hurfu af loftinu, eins og þeim heí'ði verið sópað burt, til þess að blessuð sólin þerraði iörðina, og við gætum farið á bei'jamóinn. Tækifærið var líka fljótt gripið. Strax, þegar við vorum búin að drekka hádegiskaffið, tókum við berjafötur okkar og hlupum af stað „á berjamó að tína“. Gætlu að honum Einsa og henni Rúnu, Helga mín“, kallaði mamma á eftir okkur. „Já, mamma. Jeg skal ábyrgjast þau“, svaraði jeg. Sólin þerraði bleytuna af berjun- um, svo ormarnir hypjuðu sig, ólund- arlegir, ofan í hæli sín. Það mátti nú segja, blessað veðrið var lilýtt og inndælt berjaveður. Þegar við komum inn á Flatir, sem eru skamt frá bænum, fórum við að sjá ber. Þá var lagst á hnjen og þau tínd af lynginu, og látin upp í sig, eða í berjaföturnar. Já, það var gaman! (Frh.) Sí Xorður með landi heitir lítil bók eftir Finnboga J. Arndal i Hafnarfirði. I>að er ferðasaga frá Reykjavik og noröur í Eyjafjörð. Fjölda staða er lýst, svo að lesandinn sjer ])á i liuganum, og eru lýs- i.ngarnar víða gullfallegar. Bókin er mjög læsi- Ieg fyrir börn og unglinga, og fræðir og gleður í einu. Aftast í henni eru 40 myndir snildar- vel prentaðar. Unga fsland ræður lesendum sinum að lesa bókina. Prentsmiðjan Gutenbero.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.