Unga Ísland - 01.02.1933, Page 4

Unga Ísland - 01.02.1933, Page 4
16 UNGA ÍSLAND í allsnægtum. Jarðaldirnar voru ógur- lega langar. A.standið breyttist með tím- anum, svo að jurtagróður minnkaði. Þá varð baráttan fyrir lífinu harðari, og rándýrin eyddu mörgum hinna stærri jurtaæta, sem áttu þegar fullt í fangi með að afla sér fæðu. Af þessum neyðarráðstöfunum hafa dýrin orðið óvinir. Hatrið er aðfengið, en ekki meðfætt. Þessari kenningu heldur Dr. Alexis Durow fram, rússneskur vísindamaður. Og til þess að sanna þessa kenningu, hef- ir hann sýnt fjölmörg dýr í Berlín, dýr af tegundum, sem vanalega hatast, en sem þarna lifa saman í mikilli vináttu. Þar er svartur köttur, sem fóstrar hóp af hvítum músum. Hani er þar tryggða: vinur tófu, kálfur vinur úlfs, köttur hunds o. s. frv. r □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□DaoaaaaaaD BLÁFUGL. Eftir Maeterlinck. 1 Njðurlag. Þegar báturinn lagði frá landi, sendu litlu blásálirnar kveðju til barnanna, sem voru að fara, til þess að fæðast inn í heiminn. ,,Vertu sæl, Lóa, vertu sæll, Jói . . . Reyndu að þekkja mig aftur . . . Ég skal finna þig . . . Týndu ekki hugmyndun- um þínum .. . hallaðu þér ekki of langt út yfir“. Nú heyrðust raddir barnanna í bát- unum ógreinilega í fjarlægð. ,,Jörðin!“ ,,En hvað hún er dýrðleg!“ Og svo óm- aði gleðikliðurinn frá öllum börnunum. ,,Hvað er þetta?“ hvíslaði Maggi. „Það er söngur mæðranna, sem koma, til þess að taka á móti þeim“, sagði sál ljóssins. Magga og Maggi hlustuðu, og bæði sárlangaði þau að koma til sinnar eigin mömmu. Meðan á þessu stóð, hafði Tími lokað demantsdyrunum. Allt í einu tók hann Það er alkunnugt, sem og Dr. Durow heldur fram, að börn dýranna eru ekki eins mannfælin og börn mannanna. — Ljónshvolpur lofar t. d. manni að skoða sig og strjúka, og sýnist treysta því, að sér verði ekkert mein gert. Það er ekki fyrr en með árunum og reynslunni, að þau renna grun í, að maðurinn sé hættu- legur. Dr. Durow hefir heppnast að ná rán- dýraafkvænfum nýfæddum, og með því að láta þau aldrei sjá veiðar hinna eldri, hefir tekist að gera þau ólík þeim, gæf og meinlaus.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.