Unga Ísland - 01.02.1933, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.02.1933, Blaðsíða 11
Vesturþúfan á Snæfellsjökli. Ljósmynd eftir Osvald Knudsen. fjölkyngi hennar. Kallaði hann þá til fulltingis Bárð Snæfellsás. Tók Ingj- uld nú að kala, því sjór fyllti skipið. Steypti hann yfir sig skinnfeldi, er hann hafði í skipinu og hugði sér þá vísari dauða en líf. Það bar við um daginn, heima á fugjaldshóli um miðdegi, að komið var UPP á skjá og kveðið með dimmri i’aust: tJt reri einn á báti Ingjaldur í Skinnfeldi. Týndi átján önglum Ingjaldur í skinnfeldi 'og fertugu færi. Ingjaldur í skinnfeldi. Aftur kom aldrei síðan Ingjaldur í skinnfeldi. Höfðu menn fyrir satt, að þetta niyndi verið hafa Hetta tröllkona. En er Ingjaldur var nærri að bana kominn, sá hann hvar maður reri einn á báti. Hann var í gráum kufli og þóttist Ingjaldur þekkja þar Bárð vin sinn. Hann reri snarlega að skipi Ingjalds og sagði: „Lítt ertu staddur kumpán minn og cg voru það mikil undur, að þú, jafn vitur maður lést slíka óvætt ginna þig sem Hetta er. Far nú á skip með mér ef þú vilt og prófa að þú fáir stýrt, en eg mun róa“. , Ingjaldur gerði svo. Bárður tók þá að róa allsterklega. Flutti Bárður Ingj- ald heim og var hann mjög þjakaður, en varð alheill. Síðan hélt Bárður heim í helli sinn. Sagt er, 'að Bárður hafi falið gull sitt og gersemar í fjallshnúk einum vestan í jöklinum, er Bárðarkista heit- ir. En vandfenginn er sá maður, sem

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.