Unga Ísland - 01.02.1933, Page 11

Unga Ísland - 01.02.1933, Page 11
Vesturþúfan á Snæfellsjökli. Ljósmynd eftir Osvald Knudsen. fjölkyngi hennar. Kallaði hann þá til fulltingis Bárð Snæfellsás. Tók Ingj- uld nú að kala, því sjór fyllti skipið. Steypti hann yfir sig skinnfeldi, er hann hafði í skipinu og hugði sér þá vísari dauða en líf. Það bar við um daginn, heima á fugjaldshóli um miðdegi, að komið var UPP á skjá og kveðið með dimmri i’aust: tJt reri einn á báti Ingjaldur í Skinnfeldi. Týndi átján önglum Ingjaldur í skinnfeldi 'og fertugu færi. Ingjaldur í skinnfeldi. Aftur kom aldrei síðan Ingjaldur í skinnfeldi. Höfðu menn fyrir satt, að þetta niyndi verið hafa Hetta tröllkona. En er Ingjaldur var nærri að bana kominn, sá hann hvar maður reri einn á báti. Hann var í gráum kufli og þóttist Ingjaldur þekkja þar Bárð vin sinn. Hann reri snarlega að skipi Ingjalds og sagði: „Lítt ertu staddur kumpán minn og cg voru það mikil undur, að þú, jafn vitur maður lést slíka óvætt ginna þig sem Hetta er. Far nú á skip með mér ef þú vilt og prófa að þú fáir stýrt, en eg mun róa“. , Ingjaldur gerði svo. Bárður tók þá að róa allsterklega. Flutti Bárður Ingj- ald heim og var hann mjög þjakaður, en varð alheill. Síðan hélt Bárður heim í helli sinn. Sagt er, 'að Bárður hafi falið gull sitt og gersemar í fjallshnúk einum vestan í jöklinum, er Bárðarkista heit- ir. En vandfenginn er sá maður, sem

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.