Unga Ísland - 01.02.1933, Side 6

Unga Ísland - 01.02.1933, Side 6
18 UNGA ÍSLAND meira blóð streymi í æðum hans. Sé blóðdropi tekinn úr manni, sem lengi hefir verið svefnlaus, þá kemur það í ljós við rannsókn með smásjá, að þar eru færri blóðkorn en í heilbrigðum manni. Ef svo rannsóknin er endurtek- in eftir nokkurra daga hvíld og nægan svefn, þá kemur í ljós að blóðkornun- um hefir fjölgað. Annað nauðsynjaverk fer fram í kyrrð og hvíld næturinnar meðan mað- ur sefur; það er að byrgja alla vefi lík- amans upp af súrefni. Þegar við förum svo að vinna næsta dag, þá notum við upp súrefnið, sem við söfnuðum í okk- ur í svefninum. Af þessari ástæðu er það, að við ættum að hafa eins mikið af fersku útilofti og unnt er, meðan við sofum. Hver einasti maður á að sofa við opna glugga. Einkum er þeim nauð- synlegt að sofa í hreinu útilofti, sem verða að búa við kyrsetur og inniveru á daginn. Þá getur það bjargað heilsu þeirra, að hafa hreint útiloft átta tíma sólarhringsins. Næsta hefti flytur nýjar fréttir af tilraunum, sem vísindamenn hafa gert viðvíkjandi svefni. Ónýtt umtalsefni. Frú A.: Eg þekki ekkert nema gott til lieiin- av Siggu. Frú B.: Jæja, við skulum þá tala um cin- hveija aðra. * ¥ * í þriðja skifti. Frúin:„]>ú kemur seint. Heyrðirfiu ekki að ég var að kalla á þig?“ Stúlkan: „Eg heyrði þafi ekki fyr en í þriðja skifti'1 ■ Munið, að aðalútsala U. í. í Reykja- vík er í Bókhlöðunni, Lækjargötu 2. — Þar fást eldri árgangar blaðsins. Ivínversk þjóðsaga. Gamalt íslenskt máltæki segir, að hverjum þyki fugl sinn fagur, og ann- að, að hverjum þyki sinn þefur sætur. Þetta sannast á kynþáttum mannkyns- ins. Hvítum mönnum þykir hvítt fólk fa'llegast, blámönnum svart, mongólum gult og indíánum eirrautt. Eins og hver kynþáttur hefir sinn lit, hefir og hver kynþáttur sína sérstöku lykt. En kynlegt er það, að hver kyn- þáttur er lyktarlaus á sína eigin lykt. Það er að segja, að hvítt fólk finnur enga sérstaka lykt af hvitum mönnum, svart fólk enga af svörtum o. s. frv. En hver kynþáttur verður tilfinnanlega var við óþægilegan þef af hinum kynþátt- unum. Einna sterkust er lyktin af Blá- mönnunum. Sú lykt hefir mér fundist einna líkust þef af sauðfé, sem kemur inn í hús úr regni og hefir staðið þar um stund. Hjúkrunarkona hefir sagt mér, að svipuð lykt kæmi af hvítu fólki, þegar það hefir lengi orðið fyrir áhrif- um af geislaböðum. Má vera, að áhrif hitabeltissólar h'afi á löngum tíma fram- kallað þessa sérstöku lykt af blámönn- um. En geislaböð verka, eins og menn vita, líkt og sólarljós. En kínverska þjóðsagan, sem ég ætla að segja ykkur, sannar það, að hverj- um þykir fugl sinn fagur. Hún er svona: Guð skapaði mennina upphaflega þannig, að hann bakaði þá í ofni, eins og við bökum kökur. Þeir fyrstu voru of lengi í ofninum og urðu heldur harð- bakaðir. Þegar hann tók þá út úr ofn- inum, voru þeir ohðnir hálf brunnir. Þetta voru blámennirnir. Þess vegna eru þeir svartir að lit.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.